Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2024 07:43 Fátækt er útbreidd í Marseille. Getty Yfirvöld í Marseille á Frakklandi segja átök glæpahópa um fíkniefnamarkaðinn í borginni vera að ná til afar ungra einstaklinga, sem séu ráðnir af hópunum til að fremja ofbeldisbrot. Nýjasta málið kom upp fyrir helgi en þá var 14 ára drengur ráðinn af fanga til að hefna fyrir morðið á 15 ára pilti sem sami fangi hafði ráðið til að kveikja í útidyrahurð keppninautar. Fanginn setti sig í samband við fimmtán ára drenginn í gegnum netið í síðustu viku og sagðist myndu greiða honum 2.000 evrur fyrir að skjót á og kveikja í dyrum andstæðings síns. Það komst hins vegar upp um táninginn við verknaðinn, sem var stunginn 50 sinnum og kveikt í honum. Nokkrum dögum síðar hafði fanginn samband við fjórtán ára piltinn í gegnum samfélagsmiðla og hét honum 50.000 evrum fyrir að hefna morðsins. Pilturinn tók leigubíl á vettvang en þegar bílstjórinn neitaði að bíða eftir honum, skaut pilturinn hann í höfuðið og flúði. Myrti var 36 ára áhugamaður í knattspyrnu sem var þekktur í Marseille og fannst í leigubifreiðinni skammt frá aðallestarstöð borgarinnar. Hann er ekki talinn hafa haft nein tengsl við undirheima. Það var fanginn sem hafði samband við lögreglu og vísaði þeim á piltinn og virðist í leiðinni hafa bendlað sjálfan sig við verknaðinn. Lögregla rannsakar nú hvað honum gekk til með því. Marseille er næst stærsta borg Frakklands og sú borg landsins þar sem fátækt er einna útbreiddust. Átök um fíkniefnamarkaðinn í borginni hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því fyrr á þessu ári að grípa til aðgerða. Sautján hafa látist í átökum tengdum fíkniefnamarkaðnum í borginni á þessu ári og yfirvöld segja bæði fórnarlömbin og gerendur sífellt verða yngri. Frakkland Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Nýjasta málið kom upp fyrir helgi en þá var 14 ára drengur ráðinn af fanga til að hefna fyrir morðið á 15 ára pilti sem sami fangi hafði ráðið til að kveikja í útidyrahurð keppninautar. Fanginn setti sig í samband við fimmtán ára drenginn í gegnum netið í síðustu viku og sagðist myndu greiða honum 2.000 evrur fyrir að skjót á og kveikja í dyrum andstæðings síns. Það komst hins vegar upp um táninginn við verknaðinn, sem var stunginn 50 sinnum og kveikt í honum. Nokkrum dögum síðar hafði fanginn samband við fjórtán ára piltinn í gegnum samfélagsmiðla og hét honum 50.000 evrum fyrir að hefna morðsins. Pilturinn tók leigubíl á vettvang en þegar bílstjórinn neitaði að bíða eftir honum, skaut pilturinn hann í höfuðið og flúði. Myrti var 36 ára áhugamaður í knattspyrnu sem var þekktur í Marseille og fannst í leigubifreiðinni skammt frá aðallestarstöð borgarinnar. Hann er ekki talinn hafa haft nein tengsl við undirheima. Það var fanginn sem hafði samband við lögreglu og vísaði þeim á piltinn og virðist í leiðinni hafa bendlað sjálfan sig við verknaðinn. Lögregla rannsakar nú hvað honum gekk til með því. Marseille er næst stærsta borg Frakklands og sú borg landsins þar sem fátækt er einna útbreiddust. Átök um fíkniefnamarkaðinn í borginni hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því fyrr á þessu ári að grípa til aðgerða. Sautján hafa látist í átökum tengdum fíkniefnamarkaðnum í borginni á þessu ári og yfirvöld segja bæði fórnarlömbin og gerendur sífellt verða yngri.
Frakkland Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira