Enski boltinn

Ten Hag: Erum allir á sömu blað­síðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ten Hag telur sig enn hafa stuðning í starfi.
Ten Hag telur sig enn hafa stuðning í starfi. EPA-EFE/TIM KEETON

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, telur sig enn hafa stuðning forráðamanna félagsins eftir ömurlega byrjun þess á leiktíðinni.

Man United gerði markalaust jafntefli við Aston Villa í dag og hefur liðið því aðeins unnið þrjá af fyrstu tíu leikjum tímabilsins í öllum keppnum.

Þrátt fyrir þessa ömurlegu byrjun telur Hollendingurinn sig enn hafa stuðning yfirmanna sinna.

„Þú lýstir þessu vel, utanaðkomandi hávaði. Við erum ósáttir og vitum að við þurfum að gera betur. Sérstaklega þurfum við að skora meira,“ sagði Ten Hag við blaðamenn í dag. Þá sagði hann alla hjá félaginu vera á sömu blaðsíðu og vera róa í sömu átt.

„Við vitum hverju við erum að vinna að, þetta er langtímaverkefni. Við höfum farið í gegnum tvo mjög erfiða útileiki. Þetta er lið og við sýndum þá trú sem við höfum.“

Rasmus Höjlund hóf leikinn sem fremsti maður en hann meiddist á undirbúningstímabilinu. Joshua Zirkzee, sem var keyptur í sumar, var á bekknum en allt í allt kostaði bekkur Man Utd í dag 330 milljónir punda eða 59 milljarða íslenskra króna.

„Við treystum á að einn dag smelli allt saman. Það eru ástæður fyrir öllu. Ég myndi segja að Höjlund sé okkar besti markaskorari en hann er ekki í leikformi. Marcus Rashford skoraði í Porto átti góða stoðsendingu. Í dag skapaði hann færi, Alejandro Garnacho er alltaf hættulegur og Bruno Fernandes getur skorað mörk. Við munum smella á endanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×