Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. Baráttan við offitu hefur gengið illa um allan heim. Erfitt er að koma í veg fyrir vandann og enn erfiðara að takast á við hann þegar vandinn er vaxandi. Kaflaskil urðu þegar efnaskiptaaðgerðir á borð við hjáveitu og magaermi voru kynntar til sögunnar en einungis þeir sem eru í mikilli ofþyngd fá leyfi til að leggjast undir hnífinn og er slíkur þröskuldur mismunandi eftir heilbrigðisstofnunum. Innreið þyngdarstjórnunarlyfja á markað hér á landi hefur valdið sprengingu líkt og í nágrannaríkjum okkar og er erfitt að finna önnur lyf sem jafn mikil ásókn er í. Erla Gerður, læknir og sérfræðingur í offitu segir áhuga á lyfjunum skiljanlegan. „Það er mjög erfitt að léttast og þegar loksins er komin einhver hjálp þá er ekkert skrítið að hún veki mikla athygli,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og sérfræðingur í offitu. Hvað ef ég myndi bara borða minna? Lyfin sem eru aðallega í notkun hér á landi eru Ozempic sem er í grunninn sykursýkislyf og Wegovy sem er einungis notað til að stuðla að þyngdartapi. Lyfin virka eins gegn offitu. Þau líkja eftir einu hormóni líkamans sem meltingin framleiðir, GLP-1 hormóni. Hormónið sendir ýmis skilaboð til heilans, til dæmis merki um að við séum södd sem veldur því að þeir sem eru á lyfjunum borða gjarnan minna og verða síður svangir. Lyfin líkja eftir einu hormóni meltingarvegarins, GLP-1 hormóni.GRAFÍK/VÍSIR „Þá vaknar eðlilega sú spurning: Hvað ef ég myndi bara borða minna, myndi ég þá léttast eins og ég væri á lyfinu? Og svarið er nei, vegna þess að við erum með svo öflugt varnarkerfi gegn því að léttast. Við erum búin að þróa þetta varnarkerfi við hungursneyð í milljónir ára og það hefur ekkert náð að breytast á síðustu hundrað árum sem við höfum haft nóg að borða,“ „Þannig að það sem líkaminn skynjar sem eina af mestu hættu sem við getum lent í það er hungur. Um leið og hann áttar sig á því að við erum farin að borða minna þá leyfir hann okkur fyrst að léttast, þannig allir megrunarkúrar virka í smá stund fyrst því líkaminn vill leyfa okkur að bregðast við en svo fer hann bara að breyta öllum kerfunum, breyta brennslu, breyta öllum hormónum og allt til að vega á móti þannig líkaminn stoppar þyngdartapið og setur allt í gang til þess að við þyngjumst.“ Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir sem hefur sérhæft sig í offitu, segir líkamann yfirleitt bregðast illa við þyngdartapi.ARNAR HALLDÓRSSON Minni magi útskýri ekki árangur magaermisaðgerða Þess vegna enda margir megrunarkúrar þannig að viðkomandi hættir að léttast og þyngist meira en áður og segir Erla það eðlilega lífeðlisfræði. En á þyngdarstjórnunarlyfjunum er mun auðveldara að grennast því lyfin senda boð til heilans og fullvissa hann um að það sé engin hætta á ferðum þó maður borði minna. Þannig gefur heilinn leyfi til að ganga á fituforða líkamans. Efnaskiptaaðgerðir á borð við magaermi og hjáveitu virka eins, en hafa þó mun víðtækari áhrif. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni er einn þeirra sem sérhæfir sig í efnaskiptaaðgerðum. „Í grófu máli getur maður sagt að með aðgerðinni erum við að vonast til að framkalla ákveðin efnaskiptaáhrif sem þýðir að maður er að reyna að hafa áhrif á hormónastarfsemi meltingarvegarins. Þannig sú staðreynd að við séum að minnka magann eða tengja fram hjá maganum er ekki endilega það sem útskýrir árangurinn af aðgerðinni heldur meira að við erum að ná að framkalla breytingar í þessari hormónastarfsemi,“ segir Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni hefur framkvæmt fjölmargar efnaskiptaaðgerðir. Hann segir að sú staðreynd að maginn sé minnkaður í magaermisaðgerðum ekki endilega útskýra árangur af aðgerðunum.ARNAR HALLDÓRSSON Leið eins og aumingja Erla segir að með lyfjunum og aðgerðunum sé farið inn í mjög flókið stýrikerfi líkamans og forsendunum sem það vinnur eftir breytt. „Þannig virka lyfin í rauninni miklu meira sem beint inngrip í stýrikerfi þyngdarstjórnunar heldur en að við séum að minnka hitaeiningarnar.“ Sara Hlín Hilmarsdóttir er ein af þeim fjölmörgu sem nota þyngdarstjórnunarlyfið Wegovy. Hún hefur alla tíð barist við ofþyngd með misjöfnum árangri. „Ég var svolítið föst í því að maður ætti að gera þetta sjálfur, borða hollt og hreyfa sig og ef það virkar ekki þá hlýtur maður bara að vera aumingi. Ég hef alltaf verið rosalega mikið jó jó, hef alveg misst 20-30 kíló í einu, náð góðum árangri, verið góð í einhvern tíma og svo dettur árangurinn aftur niður.“ Sara Hlín Hilmarsdóttir segir það hafa verið erfiða ákvörðun að byrja á Wegovy enda heyrt af svæsnum aukaverkunum af lyfinu.VÍSIR/VILHELM Hrædd við aukaverkanir Í ársbyrjun 2021 þegar hún hætti á getnaðarvarnarpillunni í von um að verða ófrísk þyngdist hún hratt og mikið. „Ég mátti ekki horfa á mat og þá var ég búin að bæta á mig fimm kílóum og það var alveg sama hvað ég gerði, ég þyngdist bara. Allt það sem áður hafði virkað, að borða rétt og allt þetta helsta það virkaði bara ekki lengur. Þá hugsa ég: Ókei ég hlýt þá bara að vera algjör aumingi fyrst það er alveg sama hvað ég geri, ég bara þyngist.“ Á þeim tíma læddist að henni sá grunur að hún gæti verið með sjúkdóminn PCOS sem oft veldur þyngdaraukningu og tveimur árum síðar fékk hún staðfesta greiningu hjá innkirtlalækni sem spyr hvort Sara vilji prufa Wegovy. „Og ég segist opin fyrir því en ég var rosalega hrædd við þetta, aðallega út af aukaverkununum.“ Í hverjum pakka af lyfinu er ein sprauta sem dugar fólki mis lengi. VÍSIR/KOMPÁS Alltaf svöng, aldrei södd Hún þorði ekki að nota lyfið fyrr en sex mánuðum eftir að hún fékk það uppáskrifað af ótta við afleiðingarnar. Hún byrjaði að sprauta sig í mars á þessu ári og vann sig hægt og rólega upp í fullan skammt. „Á þessum sex mánuðum er ég að detta í 20 kíló sem eru farin og það eru 20 kíló af sálinni líka.“ Áður en hún byrjaði á lyfinu var hún sísvöng. „Og þó maður vissi að maður væri orðin saddur, ég vissi að ég þyrfti ekki meira, þá var löngunin enn til staðar. Það var eins og það vantaði þetta stopp.“ Lyfið gerir það að verkum að nú finnur Sara fyrir seddu og segir hún ákveðna áskorun að nærast vegna lystarleysis auk þess sem hún verður síður svöng. Því þarf hún að passa að borða reglulega. „Ef kerfið fær skilaboð um að það sé ekki allt í lagi, ef það eru ekki reglulegar máltíðir, ekki næg næringarefni eða vítamín, ef það er einhver hætta á ferðum þá forritar kerfið sig í að stilla á fitusöfnun,“ segir Erla Gerður. Tuttuguföld aukning Ætla má að þúsundir Íslendinga séu á lyfjunum. Lyfjastofnun heldur utan um fjölda pakkninga sem lyfjaheildsali selur til apóteka og gefa þær vísbendingar um eftirspurnina. Ozempic kom á markað í janúar 2019. Lyfið er selt í þremur styrkleikastigum og seldust samanlagt tæplega þrjú þúsund pakkningar það árið. Salan jókst gríðarlega með árunum og seldust fleiri en sjötíu og eitt þúsund pakkningar í fyrra. Notkunin hefur því meira en tuttugufaldast á fimm árum. Sala á Ozempic hefur tuttugufaldast á fimm árum. Tölur þessa árs sýna að notkunin er enn að aukast.GRAFÍK/VÍSIR Wegovy kom á markað árið 2023 og er selt í fimm styrkleikastigum. Sama ár seldust tæplega sjö þúsund pakkningar af lyfinu og á fyrri helmingi þessa árs hafa selst tæplega 29 þúsund pakkningar. Samanlagt hafa selst tæplega 65 þúsund pakkningar af þessum tveimur lyfjum það sem af er ári og ljóst að notkunin er enn að stóraukast. Í hverjum pakka af lyfinu sem Sara notar er einn penni með einu milligrammi af efninu sem dugar henni í mánuð. Hún sprautar sig einu sinni í viku og deilir því efninu í fjóra skammta. Ævilöng meðferð Hvað kostar að vera á þessu? „Það er mjög dýrt. Eins milligramma penni er á 28 þúsund þannig það er stór biti. Og vitandi að þetta er lyf sem ég mun að öllum líkindum mun þurfa að vera á það sem eftir er.“ Enda viðbúið að hún þyngist aftur hætti hún á lyfinu. „Við læknum ekki offitu. Lyf og aðgerðir veita sjúkdómshlé, ekki lækningu. Við erum alltaf að tala um ævilanga meðferð, en það er ekki þar með sagt að það þurfi alltaf að nota lyfin. Ef við náum með aðstoð lyfjanna að breyta forsendunum sem þyngdarstjórnunarkerfi líkamans vinna eftir þá er alveg raunhæft að geta kannski trappað lyfin út. En þau eru aldrei ekki hugsuð sem skammtímanotkun til að redda einhverjum kílóum, alls ekki. Þá rugla þau líkamann meira og gera illt verra,“ segir Erla Gerður. Efnaskiptaaðgerðir hafa mun víðtækari áhrif á fólk en þyngdarstjórnunarlyfin. Aðgerðirnar hafa áhrif á fleiri en tuttugu hormón í líkamanum á meðan lyfin líkja bara eftir einu hormóni meltingarvegarins.GRAFÍK/VÍSIR Óvíst hverjum gagnast að fara á lyfin Fjölmörg hormón líkamans geta valdið ójafnvægi og gert fólki erfiðara að hafa stjórn á þyngdinni. Efnaskiptaaðgerðirnar eru enn öflugasta tólið til að takast á við alvarlega ofþyngd enda hafa þær víðtæk áhrif og verka á fleiri en tuttugu til þrjátíu hormón í líkamanum, á meðan lyfin líkja eingöngu eftir þessu eina hormóni, GLP-1. „Ef fólk skortir þetta eina hormón þá getur lyfið verið fullkomið verkfæri en ef sama einstakling vantar eitthvað annað hormón en þetta lyf inniheldur þá virkar þetta lyf kannski ekki neitt,“ segir Aðalsteinn. Ekki til greiningarverkfæri Og er í dag engin leið að vita hvaða hormón fólk sem glímir við offitu skortir, enda er það misjafnt eftir einstaklingum. „Í dag vantar okkur greiningarverkfæri. Okkur vantar t.d. að geta sent fólk í blóðprufu til að geta greint vandann, til að sjá hvaða hormón fólk skortir. Og á sama tíma eigum við bara þetta eina hormón en smátt og smátt koma væntanlega önnur hormón sem hægt er að grípa til og þá vonandi á einhverjum tímapunkti er hægt að fara upp í hillu og velja eitt af einhverjum nokkrum hormónum sem eru til og þá vonandi líka fyrir fram hægt að finna út hvaða hormón er líklegast til að hjálpa.“ Tilraunaverkefni í ákveðnum skilningi „Þetta er algjört tilraunaverkefni í þeim skilningi að maður veit í raun ekki fyrir fram hverjum gagnast að fara á lyfin og hverjum ekki þannig maður þarf bara að prófa það og það tekur sirka hálft ár til eitt ár að komast að því hvort þetta lyf gagnast eða ekki.“ Ýmsar aukaverkanir geta verið af lyfjunum. Dæmi eru um að fólk fái garnaflækju, garnalömun og endalaus uppköst. Sumir tala um verri andlegri líðan og aðrir finna fyrir ógleði sem Erla segir hægt að koma í veg fyrir með því að trappa lyfin hægt upp. „Auðvitað er þetta að hafa áhrif á hreyfingu í þörmunum já, en garnaflækja er mjög sjaldgæf. Og líka að það verði algjör stöðnun á hreyfingu, það er líka hættulegt en sjaldgæft. Við eigum alveg að komast hjá því að það verði með því að nota lyfin rétt,“ segir Erla Gerður. „Ég hef ekki fundið fyrir neinum slæmum aukaverkunum, ekkert sem ég get talað um. Ekkert slæmt eins og maður var búinn að heyra hryllingssögur af. Ég er ofboðslega heppin með það, jú hausverkur og smá þreyta til að byrja með en annað ekki,“ segir Sara Hlín. Hefur þú reynslu af þyngdarstjórnunarlyfjum? Endilega sendu okkur ábendingu á elisabetinga@stod2.is Of auðvelt að fá lyfin? Hversu auðvelt er að fá þessu lyf? „Auðvelt,“ segir Erla. Er það of auðvelt? „Já ég held það.“ „Það er mjög auðvelt að fá þetta lyf. Það er einsdæmi ef maður heyrir um einhvern sem á erfitt með að fá lyfið uppáskrifað,“ segir Sara Hlín. Þeir sem eru á Wegovy fá það einungis niðurgreitt í undantekningartilvikum. Þeir sem falla ekki undir niðurgreiðslu á lyfinu borga fyrir það dýrum dómi og þurfa oftast að vera á lyfinu út ævina vilji þeir ekki þyngjast aftur.VÍSIR/KOMPÁS „Mér finnst við vera komin út í vitleysu“ Hvaða læknir sem er má skrifa upp á lyfin og er algengt að fólk fái þau með einni heimsókn á heilsugæsluna. Læknar óttast að töluverð misnotkun eigi sér stað á lyfjunum og að fólk sem glími ekki við mikinn vanda sé á þeim, einungis til að losna við nokkur kíló í fegrunarskyni. „Mér finnst við vera komin út í vitleysu þannig ég óttast að við förum lengra. Mér finnst í rauninni rosalega frjálslega farið með þessi lyf í dag. Fólk sem á ekkert erindi með að taka þessi lyf er stundum að taka þau og stundum fær fólk mjög litlar upplýsingar um hvernig á að taka þau,“ segir Erla Gerður. En hvers vegna er ekki ráðlagt að nota lyfin til að missa fáein aukakíló? Erla segir lyfið geta skapað vanda sem ekki var til staðar áður sé því sprautað í líkama sem glímir ekki við þyngdarvanda. Lyfin séu hönnuð til að takast á við skekkjur, ekki til að rugla í heilbrigðu þyngdarstjórnunarkerfi. „Fólk hefur áhyggjur af þessari þróun, um að þetta sé misnotað, um leið og við fögnum gríðarlega fleiri verkfærum og auknum skilningi og þekkingu á þyngdarstjórnunarkerfunum okkar og sjúkdómnum offitu.“ Ekki fegrunar-, megrunarverkfæri „Þetta er ekki fegrunar, megrunar verkfæri. Mér finnst ekki réttlætanlega að fara með lyf inn í heilbrigðan líkama til að breyta honum í fegrunarskyni, mér bara finnst það ekki. En ég skil mjög vel að fólk tók þessu fegins hendi því það er mjög erfitt fyrir líkamann að léttast. En það er líka þannig að fólk sem þarf ekkert að léttast og er ekkert með þyngdarvanda og enga fylgisjúkdóma tengda aukinni fitusöfnun í líkamanum er stundum að taka þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Erla Gerður óttast að notkun fólks á lyfjunum sé komin út í vitleysu og segir of auðvelt að fá lyfið uppáskrifað frá lækni.ARNAR HALLDÓRSSON „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki,“ tekur Aðalsteinn undir. Myndast gap Von er á aragrúa af sambærilegum lyfjum til landsins og því mikilvægt að efla fræðslu um þau svo notkunin fari ekki frekar úr böndunum. „Í rauninni mega allir læknar skrifa út lyfið og er heilsugæslan sá staður sem þú ættir fyrst að leita til og margir leita þangað. Vandinn þar er mannekla, tímaskortur og allt þetta sem við þekkjum. Og í rauninni held ég að læknar vilji ekki standa í vegi fyrir að einstaklingur fái tækifæri til að nota lyfið og ég held að margir skrifi þau út í góðri trú um að einstaklingurinn síðan vinni vel með þau á meðan sjúklingurinn treystir lækninum til að segja sér allt sem hann hefði átt að vita og fræða hann. Þannig það er gap þarna á mill,“ segir Erla Gerður. „Ég vonast til lengri tíma að við munum smátt og smátt sjá að þessi lyf eru örugg í notkun og þá með réttum greiningartækjum, eins og einhverri blóðprufu sem sýni fram á einhvern skort á einhverjum hormónum t.d., þá getum við sett þetta á svipaðan stað og þegar fólk er að greinast á breytingaskeiði eða með hægan skjaldkirtil,“ segir Aðalsteinn. Einhvers konar tilraunafasi „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“ Danir mala gull á framleiðslu lyfjana. Danska lyfjafyrirtækið sem framleiðir lyfin er orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu vegna sölu á lyfjunum og fleiri vilja taka þátt í kapphlaupinu.GRAFÍK/VÍSIR Mala gull á lyfjunum Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk sem framleiðir Ozempic og Wegovy er orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu vegna sölu á lyfjunum. Fyrirtækið heldur nánast uppi efnahag þjóðarinnar og hefur vöxtur þess verið með ólíkindum. Öll lyfjafyrirtæki heims keppast við að taka þátt í kapphlaupinu og ætla sér að eiga sinn þátt í þróuninni. „Þannig það eru gríðarlegir fjármunir í þessu. Öll lyfjafyrirtæki heimsins eru líklega núna að reyna að finna leiðir til að taka þátt í þessu sem þýðir að það fer gríðarlegt fjármagn í rannsóknir þannig að skilningurinn á öllum þessum kerfum okkar mun aukast mjög mikið á næstu árum,“ segir Aðalsteinn. „Það er líka verið að þróa lyf sem virka beint á heilastöðvarnar og það er eitt lyf sem er væntanlegt á næstu vikum eða mánuðum til landsins sem við getum þá notað ef röskunin liggur þar eða samhliða annarri meðferð. En það eru í gangi prófanir með alveg ótrúlegt magn af lyfjum,“ tekur Erla fram. Skortir þekkingu á ástæðum ofþyngdar „Það má aldrei gleyma því að lang mikilvægasti þátturinn er að skapa forsendur til að koma í veg fyrir að fólk lendi í ofþyngd. Þar skortir líka þekkingu. Við vitum ekki nákvæmlega af hverju ofþyngd er orðin svona algeng. Hvort þetta snýst mest um mataræði, hreyfingarleysi eða einhver önnur umhverfisáhrif eins og hormón úr plasti eða hvað sem það er. Ég held að það megi ekki gleymast, það er lang mikilvægasti þátturinn,“ segir Aðalsteinn. „En á sama tíma verður að skiljast að fólk sem er komið í ofþyngd, það eru engar rannsóknir sem sýna góðan langvarandi árangur ef þú færð ekki einhvers konar lyfjameðferð eða aðgerð til að ná grundvallarbreytingu í þessum hormónakerfum þannig á þann hátt eru þetta byltingarkenndar meðferðir.“ Aðalsteinn segir að fólk verði að skilja að það séu engar rannsóknir sem sýni langvarandi árangur hjá fólki sem er komið í mikla ofþyngd ef það fær ekki einhvers konar lyfjameðgerð eða aðgerð til að ná grundvallarbreytingu í hormónakerfum líkamans.ARNAR HALLDÓRSSON Ekki markmið að svelta fólk Ertu að svelta þig? „Það er bara rosalega undir hverjum og einum komið að passa sína næringarinntöku. Það segir sig sjálft að ef þú hefur enga lyst þá ertu ekki að borða neitt, þá ertu ekki að nærast og jú í grunninn þá ertu að svelta þig,“ segir Sara Hlín. „Það er alls ekki markmið að svelta einn né neinn, alls ekki og það má ekki nota þessi lyf í þeim tilgangi. Þess vegna er svo mikilvægt að fræða almenning og fagfólk um hvernig þessi lyf virka. Ef að þau eru notuð í þeim tilgangi þá getur alveg komið upp næringarskortur og við göngum á vöðvana okkar og verðum verri heilsufarslega,“ segir Erla Gerður. Ef líkaminn upplifir þetta bara sem enn eina megrunina, enn eina árásina og sérstaklega ef lyfin eru notuð þannig að fólk er að borða ógeðslega lítið samhliða lyfjameðferðinni, þá er það beinlínis hættulegt.“ Það skal tekið fram að Aðalsteinn og Erla gera ekki lítið úr heilbrigðum lífsstíl, hreyfingu og hollu mataræði en segja lyfin marka ákveðin tímamót í meðferð þeirra sem hafa glímt við mikinn vanda í langan tíma. Nálgast ofþyngdarvandamálið út frá líffræði Eru þessi lyf bylting? „Já ég myndi segja það, alveg hundrað prósent. Að fá lyf sem getur hjálpað fólki í minni stöðu sem getur ekki... það dugir ekki til að borða bara hollt og hreyfa sig. Að fá hjálpartæki sem getur bjargað manni er ótrúlega dýrmætt,“ segir Sara Hlín. Reynsla fólks af lyfjunum er mismunandi. Sara Hlín vill ekki vita hvar hún væri í dag hefði hún ekki byrjað á lyfinu.VÍSIR/VILHELM „Já ég myndi leyfa mér að nota orðið bylting. Þetta er algjörlega nýtt verkfæri sem hægt er að nota þar sem við nálgumst ofþyngdarvandamálið út frá einhvers konar líffræði,“ segir Aðalsteinn. Vill ekki vita hvar hún væri án lyfjanna „Þetta bara gjörbreytti leiknum, það er bara algjörlega þannig. Farandi frá því að vera 30 til 40 kílóum of þung, líðandi illa, verandi þung á sálinni. Mig verkjar ekki lengur í líkamanum, mér líður betur, ég er sáttari í eigin skinni þannig þetta er hverrar krónu virði upp á það að gera. Ég vil ekki vita hvar ég væri í dag ef það væri ekki fyrir þetta lyf,“ segir Sara Hlín. Eins og heyrist virðast lyfin öflugt tól í baráttunni við offitu og geta breytt lífi fólks sem glímir við ofþyngd ef þau eru notuð á réttan hátt. Lítið mál er að fá þau uppáskrifuð og segja læknar mikilvægt að setja skýran ramma um hvenær ráðlagt sé að skrifa upp á lyfin og hvenær ekki. Við höldum áfram að fjalla um þessi lyf á næstunni. Hafir þú ábendingar um þessi mál eða önnur þá endilega sendu okkur póst á kompas@stod2.is Kompás Lyf Heilbrigðismál Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Baráttan við offitu hefur gengið illa um allan heim. Erfitt er að koma í veg fyrir vandann og enn erfiðara að takast á við hann þegar vandinn er vaxandi. Kaflaskil urðu þegar efnaskiptaaðgerðir á borð við hjáveitu og magaermi voru kynntar til sögunnar en einungis þeir sem eru í mikilli ofþyngd fá leyfi til að leggjast undir hnífinn og er slíkur þröskuldur mismunandi eftir heilbrigðisstofnunum. Innreið þyngdarstjórnunarlyfja á markað hér á landi hefur valdið sprengingu líkt og í nágrannaríkjum okkar og er erfitt að finna önnur lyf sem jafn mikil ásókn er í. Erla Gerður, læknir og sérfræðingur í offitu segir áhuga á lyfjunum skiljanlegan. „Það er mjög erfitt að léttast og þegar loksins er komin einhver hjálp þá er ekkert skrítið að hún veki mikla athygli,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og sérfræðingur í offitu. Hvað ef ég myndi bara borða minna? Lyfin sem eru aðallega í notkun hér á landi eru Ozempic sem er í grunninn sykursýkislyf og Wegovy sem er einungis notað til að stuðla að þyngdartapi. Lyfin virka eins gegn offitu. Þau líkja eftir einu hormóni líkamans sem meltingin framleiðir, GLP-1 hormóni. Hormónið sendir ýmis skilaboð til heilans, til dæmis merki um að við séum södd sem veldur því að þeir sem eru á lyfjunum borða gjarnan minna og verða síður svangir. Lyfin líkja eftir einu hormóni meltingarvegarins, GLP-1 hormóni.GRAFÍK/VÍSIR „Þá vaknar eðlilega sú spurning: Hvað ef ég myndi bara borða minna, myndi ég þá léttast eins og ég væri á lyfinu? Og svarið er nei, vegna þess að við erum með svo öflugt varnarkerfi gegn því að léttast. Við erum búin að þróa þetta varnarkerfi við hungursneyð í milljónir ára og það hefur ekkert náð að breytast á síðustu hundrað árum sem við höfum haft nóg að borða,“ „Þannig að það sem líkaminn skynjar sem eina af mestu hættu sem við getum lent í það er hungur. Um leið og hann áttar sig á því að við erum farin að borða minna þá leyfir hann okkur fyrst að léttast, þannig allir megrunarkúrar virka í smá stund fyrst því líkaminn vill leyfa okkur að bregðast við en svo fer hann bara að breyta öllum kerfunum, breyta brennslu, breyta öllum hormónum og allt til að vega á móti þannig líkaminn stoppar þyngdartapið og setur allt í gang til þess að við þyngjumst.“ Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir sem hefur sérhæft sig í offitu, segir líkamann yfirleitt bregðast illa við þyngdartapi.ARNAR HALLDÓRSSON Minni magi útskýri ekki árangur magaermisaðgerða Þess vegna enda margir megrunarkúrar þannig að viðkomandi hættir að léttast og þyngist meira en áður og segir Erla það eðlilega lífeðlisfræði. En á þyngdarstjórnunarlyfjunum er mun auðveldara að grennast því lyfin senda boð til heilans og fullvissa hann um að það sé engin hætta á ferðum þó maður borði minna. Þannig gefur heilinn leyfi til að ganga á fituforða líkamans. Efnaskiptaaðgerðir á borð við magaermi og hjáveitu virka eins, en hafa þó mun víðtækari áhrif. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni er einn þeirra sem sérhæfir sig í efnaskiptaaðgerðum. „Í grófu máli getur maður sagt að með aðgerðinni erum við að vonast til að framkalla ákveðin efnaskiptaáhrif sem þýðir að maður er að reyna að hafa áhrif á hormónastarfsemi meltingarvegarins. Þannig sú staðreynd að við séum að minnka magann eða tengja fram hjá maganum er ekki endilega það sem útskýrir árangurinn af aðgerðinni heldur meira að við erum að ná að framkalla breytingar í þessari hormónastarfsemi,“ segir Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni hefur framkvæmt fjölmargar efnaskiptaaðgerðir. Hann segir að sú staðreynd að maginn sé minnkaður í magaermisaðgerðum ekki endilega útskýra árangur af aðgerðunum.ARNAR HALLDÓRSSON Leið eins og aumingja Erla segir að með lyfjunum og aðgerðunum sé farið inn í mjög flókið stýrikerfi líkamans og forsendunum sem það vinnur eftir breytt. „Þannig virka lyfin í rauninni miklu meira sem beint inngrip í stýrikerfi þyngdarstjórnunar heldur en að við séum að minnka hitaeiningarnar.“ Sara Hlín Hilmarsdóttir er ein af þeim fjölmörgu sem nota þyngdarstjórnunarlyfið Wegovy. Hún hefur alla tíð barist við ofþyngd með misjöfnum árangri. „Ég var svolítið föst í því að maður ætti að gera þetta sjálfur, borða hollt og hreyfa sig og ef það virkar ekki þá hlýtur maður bara að vera aumingi. Ég hef alltaf verið rosalega mikið jó jó, hef alveg misst 20-30 kíló í einu, náð góðum árangri, verið góð í einhvern tíma og svo dettur árangurinn aftur niður.“ Sara Hlín Hilmarsdóttir segir það hafa verið erfiða ákvörðun að byrja á Wegovy enda heyrt af svæsnum aukaverkunum af lyfinu.VÍSIR/VILHELM Hrædd við aukaverkanir Í ársbyrjun 2021 þegar hún hætti á getnaðarvarnarpillunni í von um að verða ófrísk þyngdist hún hratt og mikið. „Ég mátti ekki horfa á mat og þá var ég búin að bæta á mig fimm kílóum og það var alveg sama hvað ég gerði, ég þyngdist bara. Allt það sem áður hafði virkað, að borða rétt og allt þetta helsta það virkaði bara ekki lengur. Þá hugsa ég: Ókei ég hlýt þá bara að vera algjör aumingi fyrst það er alveg sama hvað ég geri, ég bara þyngist.“ Á þeim tíma læddist að henni sá grunur að hún gæti verið með sjúkdóminn PCOS sem oft veldur þyngdaraukningu og tveimur árum síðar fékk hún staðfesta greiningu hjá innkirtlalækni sem spyr hvort Sara vilji prufa Wegovy. „Og ég segist opin fyrir því en ég var rosalega hrædd við þetta, aðallega út af aukaverkununum.“ Í hverjum pakka af lyfinu er ein sprauta sem dugar fólki mis lengi. VÍSIR/KOMPÁS Alltaf svöng, aldrei södd Hún þorði ekki að nota lyfið fyrr en sex mánuðum eftir að hún fékk það uppáskrifað af ótta við afleiðingarnar. Hún byrjaði að sprauta sig í mars á þessu ári og vann sig hægt og rólega upp í fullan skammt. „Á þessum sex mánuðum er ég að detta í 20 kíló sem eru farin og það eru 20 kíló af sálinni líka.“ Áður en hún byrjaði á lyfinu var hún sísvöng. „Og þó maður vissi að maður væri orðin saddur, ég vissi að ég þyrfti ekki meira, þá var löngunin enn til staðar. Það var eins og það vantaði þetta stopp.“ Lyfið gerir það að verkum að nú finnur Sara fyrir seddu og segir hún ákveðna áskorun að nærast vegna lystarleysis auk þess sem hún verður síður svöng. Því þarf hún að passa að borða reglulega. „Ef kerfið fær skilaboð um að það sé ekki allt í lagi, ef það eru ekki reglulegar máltíðir, ekki næg næringarefni eða vítamín, ef það er einhver hætta á ferðum þá forritar kerfið sig í að stilla á fitusöfnun,“ segir Erla Gerður. Tuttuguföld aukning Ætla má að þúsundir Íslendinga séu á lyfjunum. Lyfjastofnun heldur utan um fjölda pakkninga sem lyfjaheildsali selur til apóteka og gefa þær vísbendingar um eftirspurnina. Ozempic kom á markað í janúar 2019. Lyfið er selt í þremur styrkleikastigum og seldust samanlagt tæplega þrjú þúsund pakkningar það árið. Salan jókst gríðarlega með árunum og seldust fleiri en sjötíu og eitt þúsund pakkningar í fyrra. Notkunin hefur því meira en tuttugufaldast á fimm árum. Sala á Ozempic hefur tuttugufaldast á fimm árum. Tölur þessa árs sýna að notkunin er enn að aukast.GRAFÍK/VÍSIR Wegovy kom á markað árið 2023 og er selt í fimm styrkleikastigum. Sama ár seldust tæplega sjö þúsund pakkningar af lyfinu og á fyrri helmingi þessa árs hafa selst tæplega 29 þúsund pakkningar. Samanlagt hafa selst tæplega 65 þúsund pakkningar af þessum tveimur lyfjum það sem af er ári og ljóst að notkunin er enn að stóraukast. Í hverjum pakka af lyfinu sem Sara notar er einn penni með einu milligrammi af efninu sem dugar henni í mánuð. Hún sprautar sig einu sinni í viku og deilir því efninu í fjóra skammta. Ævilöng meðferð Hvað kostar að vera á þessu? „Það er mjög dýrt. Eins milligramma penni er á 28 þúsund þannig það er stór biti. Og vitandi að þetta er lyf sem ég mun að öllum líkindum mun þurfa að vera á það sem eftir er.“ Enda viðbúið að hún þyngist aftur hætti hún á lyfinu. „Við læknum ekki offitu. Lyf og aðgerðir veita sjúkdómshlé, ekki lækningu. Við erum alltaf að tala um ævilanga meðferð, en það er ekki þar með sagt að það þurfi alltaf að nota lyfin. Ef við náum með aðstoð lyfjanna að breyta forsendunum sem þyngdarstjórnunarkerfi líkamans vinna eftir þá er alveg raunhæft að geta kannski trappað lyfin út. En þau eru aldrei ekki hugsuð sem skammtímanotkun til að redda einhverjum kílóum, alls ekki. Þá rugla þau líkamann meira og gera illt verra,“ segir Erla Gerður. Efnaskiptaaðgerðir hafa mun víðtækari áhrif á fólk en þyngdarstjórnunarlyfin. Aðgerðirnar hafa áhrif á fleiri en tuttugu hormón í líkamanum á meðan lyfin líkja bara eftir einu hormóni meltingarvegarins.GRAFÍK/VÍSIR Óvíst hverjum gagnast að fara á lyfin Fjölmörg hormón líkamans geta valdið ójafnvægi og gert fólki erfiðara að hafa stjórn á þyngdinni. Efnaskiptaaðgerðirnar eru enn öflugasta tólið til að takast á við alvarlega ofþyngd enda hafa þær víðtæk áhrif og verka á fleiri en tuttugu til þrjátíu hormón í líkamanum, á meðan lyfin líkja eingöngu eftir þessu eina hormóni, GLP-1. „Ef fólk skortir þetta eina hormón þá getur lyfið verið fullkomið verkfæri en ef sama einstakling vantar eitthvað annað hormón en þetta lyf inniheldur þá virkar þetta lyf kannski ekki neitt,“ segir Aðalsteinn. Ekki til greiningarverkfæri Og er í dag engin leið að vita hvaða hormón fólk sem glímir við offitu skortir, enda er það misjafnt eftir einstaklingum. „Í dag vantar okkur greiningarverkfæri. Okkur vantar t.d. að geta sent fólk í blóðprufu til að geta greint vandann, til að sjá hvaða hormón fólk skortir. Og á sama tíma eigum við bara þetta eina hormón en smátt og smátt koma væntanlega önnur hormón sem hægt er að grípa til og þá vonandi á einhverjum tímapunkti er hægt að fara upp í hillu og velja eitt af einhverjum nokkrum hormónum sem eru til og þá vonandi líka fyrir fram hægt að finna út hvaða hormón er líklegast til að hjálpa.“ Tilraunaverkefni í ákveðnum skilningi „Þetta er algjört tilraunaverkefni í þeim skilningi að maður veit í raun ekki fyrir fram hverjum gagnast að fara á lyfin og hverjum ekki þannig maður þarf bara að prófa það og það tekur sirka hálft ár til eitt ár að komast að því hvort þetta lyf gagnast eða ekki.“ Ýmsar aukaverkanir geta verið af lyfjunum. Dæmi eru um að fólk fái garnaflækju, garnalömun og endalaus uppköst. Sumir tala um verri andlegri líðan og aðrir finna fyrir ógleði sem Erla segir hægt að koma í veg fyrir með því að trappa lyfin hægt upp. „Auðvitað er þetta að hafa áhrif á hreyfingu í þörmunum já, en garnaflækja er mjög sjaldgæf. Og líka að það verði algjör stöðnun á hreyfingu, það er líka hættulegt en sjaldgæft. Við eigum alveg að komast hjá því að það verði með því að nota lyfin rétt,“ segir Erla Gerður. „Ég hef ekki fundið fyrir neinum slæmum aukaverkunum, ekkert sem ég get talað um. Ekkert slæmt eins og maður var búinn að heyra hryllingssögur af. Ég er ofboðslega heppin með það, jú hausverkur og smá þreyta til að byrja með en annað ekki,“ segir Sara Hlín. Hefur þú reynslu af þyngdarstjórnunarlyfjum? Endilega sendu okkur ábendingu á elisabetinga@stod2.is Of auðvelt að fá lyfin? Hversu auðvelt er að fá þessu lyf? „Auðvelt,“ segir Erla. Er það of auðvelt? „Já ég held það.“ „Það er mjög auðvelt að fá þetta lyf. Það er einsdæmi ef maður heyrir um einhvern sem á erfitt með að fá lyfið uppáskrifað,“ segir Sara Hlín. Þeir sem eru á Wegovy fá það einungis niðurgreitt í undantekningartilvikum. Þeir sem falla ekki undir niðurgreiðslu á lyfinu borga fyrir það dýrum dómi og þurfa oftast að vera á lyfinu út ævina vilji þeir ekki þyngjast aftur.VÍSIR/KOMPÁS „Mér finnst við vera komin út í vitleysu“ Hvaða læknir sem er má skrifa upp á lyfin og er algengt að fólk fái þau með einni heimsókn á heilsugæsluna. Læknar óttast að töluverð misnotkun eigi sér stað á lyfjunum og að fólk sem glími ekki við mikinn vanda sé á þeim, einungis til að losna við nokkur kíló í fegrunarskyni. „Mér finnst við vera komin út í vitleysu þannig ég óttast að við förum lengra. Mér finnst í rauninni rosalega frjálslega farið með þessi lyf í dag. Fólk sem á ekkert erindi með að taka þessi lyf er stundum að taka þau og stundum fær fólk mjög litlar upplýsingar um hvernig á að taka þau,“ segir Erla Gerður. En hvers vegna er ekki ráðlagt að nota lyfin til að missa fáein aukakíló? Erla segir lyfið geta skapað vanda sem ekki var til staðar áður sé því sprautað í líkama sem glímir ekki við þyngdarvanda. Lyfin séu hönnuð til að takast á við skekkjur, ekki til að rugla í heilbrigðu þyngdarstjórnunarkerfi. „Fólk hefur áhyggjur af þessari þróun, um að þetta sé misnotað, um leið og við fögnum gríðarlega fleiri verkfærum og auknum skilningi og þekkingu á þyngdarstjórnunarkerfunum okkar og sjúkdómnum offitu.“ Ekki fegrunar-, megrunarverkfæri „Þetta er ekki fegrunar, megrunar verkfæri. Mér finnst ekki réttlætanlega að fara með lyf inn í heilbrigðan líkama til að breyta honum í fegrunarskyni, mér bara finnst það ekki. En ég skil mjög vel að fólk tók þessu fegins hendi því það er mjög erfitt fyrir líkamann að léttast. En það er líka þannig að fólk sem þarf ekkert að léttast og er ekkert með þyngdarvanda og enga fylgisjúkdóma tengda aukinni fitusöfnun í líkamanum er stundum að taka þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Erla Gerður óttast að notkun fólks á lyfjunum sé komin út í vitleysu og segir of auðvelt að fá lyfið uppáskrifað frá lækni.ARNAR HALLDÓRSSON „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki,“ tekur Aðalsteinn undir. Myndast gap Von er á aragrúa af sambærilegum lyfjum til landsins og því mikilvægt að efla fræðslu um þau svo notkunin fari ekki frekar úr böndunum. „Í rauninni mega allir læknar skrifa út lyfið og er heilsugæslan sá staður sem þú ættir fyrst að leita til og margir leita þangað. Vandinn þar er mannekla, tímaskortur og allt þetta sem við þekkjum. Og í rauninni held ég að læknar vilji ekki standa í vegi fyrir að einstaklingur fái tækifæri til að nota lyfið og ég held að margir skrifi þau út í góðri trú um að einstaklingurinn síðan vinni vel með þau á meðan sjúklingurinn treystir lækninum til að segja sér allt sem hann hefði átt að vita og fræða hann. Þannig það er gap þarna á mill,“ segir Erla Gerður. „Ég vonast til lengri tíma að við munum smátt og smátt sjá að þessi lyf eru örugg í notkun og þá með réttum greiningartækjum, eins og einhverri blóðprufu sem sýni fram á einhvern skort á einhverjum hormónum t.d., þá getum við sett þetta á svipaðan stað og þegar fólk er að greinast á breytingaskeiði eða með hægan skjaldkirtil,“ segir Aðalsteinn. Einhvers konar tilraunafasi „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“ Danir mala gull á framleiðslu lyfjana. Danska lyfjafyrirtækið sem framleiðir lyfin er orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu vegna sölu á lyfjunum og fleiri vilja taka þátt í kapphlaupinu.GRAFÍK/VÍSIR Mala gull á lyfjunum Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk sem framleiðir Ozempic og Wegovy er orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu vegna sölu á lyfjunum. Fyrirtækið heldur nánast uppi efnahag þjóðarinnar og hefur vöxtur þess verið með ólíkindum. Öll lyfjafyrirtæki heims keppast við að taka þátt í kapphlaupinu og ætla sér að eiga sinn þátt í þróuninni. „Þannig það eru gríðarlegir fjármunir í þessu. Öll lyfjafyrirtæki heimsins eru líklega núna að reyna að finna leiðir til að taka þátt í þessu sem þýðir að það fer gríðarlegt fjármagn í rannsóknir þannig að skilningurinn á öllum þessum kerfum okkar mun aukast mjög mikið á næstu árum,“ segir Aðalsteinn. „Það er líka verið að þróa lyf sem virka beint á heilastöðvarnar og það er eitt lyf sem er væntanlegt á næstu vikum eða mánuðum til landsins sem við getum þá notað ef röskunin liggur þar eða samhliða annarri meðferð. En það eru í gangi prófanir með alveg ótrúlegt magn af lyfjum,“ tekur Erla fram. Skortir þekkingu á ástæðum ofþyngdar „Það má aldrei gleyma því að lang mikilvægasti þátturinn er að skapa forsendur til að koma í veg fyrir að fólk lendi í ofþyngd. Þar skortir líka þekkingu. Við vitum ekki nákvæmlega af hverju ofþyngd er orðin svona algeng. Hvort þetta snýst mest um mataræði, hreyfingarleysi eða einhver önnur umhverfisáhrif eins og hormón úr plasti eða hvað sem það er. Ég held að það megi ekki gleymast, það er lang mikilvægasti þátturinn,“ segir Aðalsteinn. „En á sama tíma verður að skiljast að fólk sem er komið í ofþyngd, það eru engar rannsóknir sem sýna góðan langvarandi árangur ef þú færð ekki einhvers konar lyfjameðferð eða aðgerð til að ná grundvallarbreytingu í þessum hormónakerfum þannig á þann hátt eru þetta byltingarkenndar meðferðir.“ Aðalsteinn segir að fólk verði að skilja að það séu engar rannsóknir sem sýni langvarandi árangur hjá fólki sem er komið í mikla ofþyngd ef það fær ekki einhvers konar lyfjameðgerð eða aðgerð til að ná grundvallarbreytingu í hormónakerfum líkamans.ARNAR HALLDÓRSSON Ekki markmið að svelta fólk Ertu að svelta þig? „Það er bara rosalega undir hverjum og einum komið að passa sína næringarinntöku. Það segir sig sjálft að ef þú hefur enga lyst þá ertu ekki að borða neitt, þá ertu ekki að nærast og jú í grunninn þá ertu að svelta þig,“ segir Sara Hlín. „Það er alls ekki markmið að svelta einn né neinn, alls ekki og það má ekki nota þessi lyf í þeim tilgangi. Þess vegna er svo mikilvægt að fræða almenning og fagfólk um hvernig þessi lyf virka. Ef að þau eru notuð í þeim tilgangi þá getur alveg komið upp næringarskortur og við göngum á vöðvana okkar og verðum verri heilsufarslega,“ segir Erla Gerður. Ef líkaminn upplifir þetta bara sem enn eina megrunina, enn eina árásina og sérstaklega ef lyfin eru notuð þannig að fólk er að borða ógeðslega lítið samhliða lyfjameðferðinni, þá er það beinlínis hættulegt.“ Það skal tekið fram að Aðalsteinn og Erla gera ekki lítið úr heilbrigðum lífsstíl, hreyfingu og hollu mataræði en segja lyfin marka ákveðin tímamót í meðferð þeirra sem hafa glímt við mikinn vanda í langan tíma. Nálgast ofþyngdarvandamálið út frá líffræði Eru þessi lyf bylting? „Já ég myndi segja það, alveg hundrað prósent. Að fá lyf sem getur hjálpað fólki í minni stöðu sem getur ekki... það dugir ekki til að borða bara hollt og hreyfa sig. Að fá hjálpartæki sem getur bjargað manni er ótrúlega dýrmætt,“ segir Sara Hlín. Reynsla fólks af lyfjunum er mismunandi. Sara Hlín vill ekki vita hvar hún væri í dag hefði hún ekki byrjað á lyfinu.VÍSIR/VILHELM „Já ég myndi leyfa mér að nota orðið bylting. Þetta er algjörlega nýtt verkfæri sem hægt er að nota þar sem við nálgumst ofþyngdarvandamálið út frá einhvers konar líffræði,“ segir Aðalsteinn. Vill ekki vita hvar hún væri án lyfjanna „Þetta bara gjörbreytti leiknum, það er bara algjörlega þannig. Farandi frá því að vera 30 til 40 kílóum of þung, líðandi illa, verandi þung á sálinni. Mig verkjar ekki lengur í líkamanum, mér líður betur, ég er sáttari í eigin skinni þannig þetta er hverrar krónu virði upp á það að gera. Ég vil ekki vita hvar ég væri í dag ef það væri ekki fyrir þetta lyf,“ segir Sara Hlín. Eins og heyrist virðast lyfin öflugt tól í baráttunni við offitu og geta breytt lífi fólks sem glímir við ofþyngd ef þau eru notuð á réttan hátt. Lítið mál er að fá þau uppáskrifuð og segja læknar mikilvægt að setja skýran ramma um hvenær ráðlagt sé að skrifa upp á lyfin og hvenær ekki. Við höldum áfram að fjalla um þessi lyf á næstunni. Hafir þú ábendingar um þessi mál eða önnur þá endilega sendu okkur póst á kompas@stod2.is