Holan alls ekki eina slysagildran Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2024 07:05 Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er hugsi eftir atburði föstudagsins. Vísir Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys. Tveggja ára drengur var á leið heim úr leikskóla ásamt ömmu sinni þegar hann féll tvo metra ofan í holu. Slökkvilið var kallað til til að toga drenginn upp úr holunni. „Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ sagði Björgvin Gunnar Björgvinsson faðir drengsins í samtali við fréttastofu daginn eftir atvikið. Drengnum varð ekki meint af en Björgvin benti á hve hættulegt sé að lokið hafi legið svo laust á holunni. Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er á sama máli. Hún býr í húsinu á lóðinni þar sem holan er staðsett. Sjálf á hún sjö ára dóttur sem leikur sér mikið með vinkonum sínum úti í garðinum. „Maðurinn minn stoppaði þær síðast í síðustu viku þegar þær voru að fikta í þessu,“ segir Vera Rut í samtali við fréttastofu. Hún segir holuna ekki einu slysagildruna við húsið og segir ÞG verk, verktakann sem sá um byggingu hússins, ekki hafa staðið nógu vel að frágangi. „Það er talað um að ÞG sé svo góður verktaki og það sé frábært að kaupa af þeim en það er klárlega ekki okkar reynsla,“ segir Vera. Hún bendir á að við húsið sé reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Vera segir nágranna sinn hafa dottið um þessa steinumgjörð fyrir framan húsið í fyrra og brotið í sér tönn.Vísir „Við töluðum við ÞG þegar það gerðist og þá var ekkert gert. Þannig að ég efast um að það verði eitthvað gert núna,“ segir Vera. Hún bendir á að stór hluti íbúa Urriðaholts sé fjölskyldufólk og að fyrir tveimur árum hafi sjötíu prósent íbúa verið undir fertugu. „Við höfum velt fyrir okkur, hvað annað er ekki öruggt?“ segir Vera og segir óþægilegt að hugsa til þess hve mörg börn leika sér í garðinum í kring um holuna. „Hvað ef stelpan mín hefði verið ein úti að leika og dottið ofan í?“ segir Vera. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að lokið fyrir gatinu væri það þykkt að hróp og köll heyrðust ekki upp úr holunni meðan lokið var fyrir. Vera veltir því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gerð úttekt á svæðinu til að koma í veg fyrir slysagildrur sem þessar. „Af hverju fer svona ekki í úttekt? Af hverju kemst þetta í gegn um byggingarfulltrúa?“ segir Vera. „Af hverju eru svona dæmi að komast í gegn þegar það eru einhverjar áberandi hættur á fjölbýlishúsalóð?“ Byggingariðnaður Slysavarnir Garðabær Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tveggja ára drengur var á leið heim úr leikskóla ásamt ömmu sinni þegar hann féll tvo metra ofan í holu. Slökkvilið var kallað til til að toga drenginn upp úr holunni. „Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ sagði Björgvin Gunnar Björgvinsson faðir drengsins í samtali við fréttastofu daginn eftir atvikið. Drengnum varð ekki meint af en Björgvin benti á hve hættulegt sé að lokið hafi legið svo laust á holunni. Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er á sama máli. Hún býr í húsinu á lóðinni þar sem holan er staðsett. Sjálf á hún sjö ára dóttur sem leikur sér mikið með vinkonum sínum úti í garðinum. „Maðurinn minn stoppaði þær síðast í síðustu viku þegar þær voru að fikta í þessu,“ segir Vera Rut í samtali við fréttastofu. Hún segir holuna ekki einu slysagildruna við húsið og segir ÞG verk, verktakann sem sá um byggingu hússins, ekki hafa staðið nógu vel að frágangi. „Það er talað um að ÞG sé svo góður verktaki og það sé frábært að kaupa af þeim en það er klárlega ekki okkar reynsla,“ segir Vera. Hún bendir á að við húsið sé reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Vera segir nágranna sinn hafa dottið um þessa steinumgjörð fyrir framan húsið í fyrra og brotið í sér tönn.Vísir „Við töluðum við ÞG þegar það gerðist og þá var ekkert gert. Þannig að ég efast um að það verði eitthvað gert núna,“ segir Vera. Hún bendir á að stór hluti íbúa Urriðaholts sé fjölskyldufólk og að fyrir tveimur árum hafi sjötíu prósent íbúa verið undir fertugu. „Við höfum velt fyrir okkur, hvað annað er ekki öruggt?“ segir Vera og segir óþægilegt að hugsa til þess hve mörg börn leika sér í garðinum í kring um holuna. „Hvað ef stelpan mín hefði verið ein úti að leika og dottið ofan í?“ segir Vera. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að lokið fyrir gatinu væri það þykkt að hróp og köll heyrðust ekki upp úr holunni meðan lokið var fyrir. Vera veltir því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gerð úttekt á svæðinu til að koma í veg fyrir slysagildrur sem þessar. „Af hverju fer svona ekki í úttekt? Af hverju kemst þetta í gegn um byggingarfulltrúa?“ segir Vera. „Af hverju eru svona dæmi að komast í gegn þegar það eru einhverjar áberandi hættur á fjölbýlishúsalóð?“
Byggingariðnaður Slysavarnir Garðabær Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55