Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 13:34 Hólmfríður starfaði á neyðarsjúkrahúsi í Rafah í sumar. Rauði krossinn Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira