Þykist vera norskur Ólympíufari á stefnumótaöppum: „Þetta er ógeðslegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 09:03 Nicholas Lia hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðila sem þykist vera hann og setur sig í samband við konur á þrítugsaldri á stefnumótaöppum. Óprúttinn aðili hefur þóst vera norski sundkappinn Nicholas Lia á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum undanfarin ár. „Þetta er ógeðslegt. Ég veit að ég á ekki tvífara,“ segir Lia. Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira