Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd Árni Sæberg skrifar 4. október 2024 07:09 Ómar hefur marga baráttuna háð fyrir Úrskurðarnefnd lögmanna. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson býst við því að Úrskurðarnefnd lögmanna muni áminna hann nokkrum sinnum fljótlega. Hann svarar nefndinni fullum hálsi og sakar hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallar þá. Þetta segir Ómar í aðsendri grein hér á Vísi undir yfirskriftinni Úrskurðargrautur lögmanna. Þar segist hann gera ráð fyrir því að fá, á allra næstu dögum, eina, tvær eða jafnvel þrjár áminningar frá úrskurðarnefndinni. „Þá eru áminningarnar orðnar fleiri en ég get talið og fyrir ýmiskonar misalvarleg brot gegn lögum um fínilögmenn eða siðareglum fínilögmanna. Margur heldur vafalaust að þetta sé nú ekki gott veganesti fyrir lögmann — að fyrst að fínimannanefnd sem skipuð er af fínimönnum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi brotið gegn blessuðum reglunum þeirra,“ segir Ómar. Sjálfstætt markmið að tugta hann til Ómar segir að svo virðist sem það sé orðið að sjálfstæðu markmiði úrskurðarnefndarinnar að tugta hann aðeins til, fyrir þær sakir einar að hafa náð að smygla sér inn í „þetta háfleyga partý“ sem hann kallar lögmennsku. „Þá má auðvitað ekki segja það upphátt að réttarríkið Ísland er arfaslakt leikrit. Leikriti sem er ætlað að láta illa lyktandi pöpulinn halda að lögin séu blind og að allir notið réttlætis hér á hjara veraldar – óháð stétt eða stöðu. En sorrý með mig: Keisarinn er ekki í neinum fötum.“ Örsmá stétt Ómar rekur að í úrskurðarnefndinni sitji þrír aðalmenn og þrír varamenn á kantinum. Ráðherra skipi einn, Hæstiréttur Íslands annan, og aðalfundur Lögmannafélags Íslands þann þriðja. Núverandi aðalmenn í nefndinni séu Einar Gautur Steingrímsson, Helgi Birgisson og Valborg Snævarr. Þá séu varamenn Hulda Katrín Stefánsdóttir, Grímur Sigurðsson og Helga Melkorka Óttarsdóttir. „Aðalfínimennirnir og tveir af þremur varafínimönnum eru starfandi fínilögmenn á örlitlum samkeppnismarkaði, sem hefur verið falið að fara með agavald yfir kollegum sínum. Fínilögmannastétt sem telur 577 sjálfstætt starfandi fínilögmenn, 148 fulltrúa þeirra og 262 (ekki-alveg-jafn-miklir-fíni-) lögmenn sem innanhúslögmenn hjá hinu opinbera eða einkaaðilum.“ Sakar nefndarmenn um að vera haldna afbrigðilegu valdablæti Ómar segir að vegna smæðar markaðarins myndu flestir telja að heppilegast væri að störf nefndarinnar hefðu þá ásýnd að vera hlutlæg og að betra væri ef af störfum þeirra stafaði ekki „fnykur ómálefnalegra sjónarmiða“. „En þó svo að flestir myndu telja að heppilegast væri að störf nefndarinnar hefðu þá ásýnd að vera ekki mauksoðin í gremju, persónulegri óvild eða einhvers konar afbrigðilegu valdablæti Grautarmanna, þá er það nú ekki svo.“ Þá reifar Ómar hagi valinna nefndarmanna og segir áðurnefndan Einar Gaut eiganda lögmannsstofu, Valborgu sjálfstætt starfandi lögmann og dóttur lagaprófessors og Hæstaréttardómara og Helgu Melkorku eiganda á Logos og dóttur eiganda laxveiðiár. „Einhver myndi ætla að þessi bakgrunnur fínifólks gæti haft þau áhrif að tenging þeirra við raunhagkerfið væri ekki sú allra besta – að fílabeinsturninn væri það hár, að þau glöggvuðu sig illa á því hvernig líf pöpulsins og götulögmanna væri í raun og veru.“ „Halló?! Er einhver heima!?“ Þá tekur Ómar nokkur dæmi um áminningar nefndarinnar í hans garð, sem hann telur ekki hafa átt rétt á sér. Fyrsta dæmið sem hann nefnir er áminning sem hann fékk fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok, utan skrifstofutíma. „Halló?! Er einhver heima!? Bæði rugludallar og götulögmenn úr Kópavoginum vita það ósköp vel, að það þarf ekki að gera annað en að gúggla orðið „lögmaður“ til þess að finna búnka af lögmönnum – bæði götulögmönnum og fínilögmönnum. Og allir eiga þessir menn farsíma sem þeir kunna að svara í. Þetta er nokkuð sem Grautarmönnum yfirsást algjörlega, en gleymum því ekki að tilgangurinn helgar meðalið,“ hefur Ómar að segja um úrskurð þann. Gæti farið að gráta Ómar reifar einnig nýlegan úrskurð nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að best væri að gera eina aðfinnslu og áminna hann tvisvar vegna samskipta hans við dómara, dómstjóra og fjölda lögmanna. Atvik málsins snúast um málsmeðferð Bankastræti club-málsins svokallaða, þar sem Ómar var verjandi Alexanders Mána Björnssonar, ungs manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps. Vísir fjallaði ítarlega um úrskurð nefndarinnar á sínum tíma. „Það liggur bara við að ég fari að gráta, þetta er svo átakanlega orðað... En það liggur kannski í hlutarins eðli, að þegar kerfið er jafn rotið og fúið og það er, má lítið út af bera til þess að allt fari til andskotans. Og það gæti verið súrt ef leiktjöldin myndu falla; ef skítugur almúginn áttaði sig á því að allt er þetta bara leikrit og að alla jafna sé niðurstaðan löngu gefin,“ segir Ómar. Heldur ekki niðri í sér andanum Loks segir Ómar að nú sitji þau Einar Gautur, Valborg og Helga Melkorka sveitt við skrif á tveimur ef ekki þremur nýjum áminningum, ef honum skjátlast ekki. „Annars vegar fyrir að kæra mig ekki um að vinna ókeypis fyrir konu út í bæ – sem svo kvartaði líka undan því að ég skildi voga mér að reyna að ná tali af henni, eftir að hún hafði samband við Grautinn, í þeirri von að hægt væri að ræða málin og komast að einhverri ásættanlegri niðurstöðu. Og hins vegar fyrir að leyfa ekki afar ósvífnum unglingum að ljúga upp á mig með því að birta samskipti mín við þau, sem sönnuðu hið gagnstæða.“ Í ljósi bakgrunns nefndarmanna og „fyrra fimbulfambs“ þeirra muni hann ekki halda í sér andanum hvað niðurstöðu varðar í málunum. „Og þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir þetta allt saman litlu máli, enda eiga götulögmenn erfitt með að taka fínifólkið og fínikerfið sem það er búið að klastra saman alvarlega. Ekki síst þegar það þarf bara einn tölvupóst til þess að granda því.“ Lögmennska Tengdar fréttir Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. 26. september 2024 15:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þetta segir Ómar í aðsendri grein hér á Vísi undir yfirskriftinni Úrskurðargrautur lögmanna. Þar segist hann gera ráð fyrir því að fá, á allra næstu dögum, eina, tvær eða jafnvel þrjár áminningar frá úrskurðarnefndinni. „Þá eru áminningarnar orðnar fleiri en ég get talið og fyrir ýmiskonar misalvarleg brot gegn lögum um fínilögmenn eða siðareglum fínilögmanna. Margur heldur vafalaust að þetta sé nú ekki gott veganesti fyrir lögmann — að fyrst að fínimannanefnd sem skipuð er af fínimönnum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi brotið gegn blessuðum reglunum þeirra,“ segir Ómar. Sjálfstætt markmið að tugta hann til Ómar segir að svo virðist sem það sé orðið að sjálfstæðu markmiði úrskurðarnefndarinnar að tugta hann aðeins til, fyrir þær sakir einar að hafa náð að smygla sér inn í „þetta háfleyga partý“ sem hann kallar lögmennsku. „Þá má auðvitað ekki segja það upphátt að réttarríkið Ísland er arfaslakt leikrit. Leikriti sem er ætlað að láta illa lyktandi pöpulinn halda að lögin séu blind og að allir notið réttlætis hér á hjara veraldar – óháð stétt eða stöðu. En sorrý með mig: Keisarinn er ekki í neinum fötum.“ Örsmá stétt Ómar rekur að í úrskurðarnefndinni sitji þrír aðalmenn og þrír varamenn á kantinum. Ráðherra skipi einn, Hæstiréttur Íslands annan, og aðalfundur Lögmannafélags Íslands þann þriðja. Núverandi aðalmenn í nefndinni séu Einar Gautur Steingrímsson, Helgi Birgisson og Valborg Snævarr. Þá séu varamenn Hulda Katrín Stefánsdóttir, Grímur Sigurðsson og Helga Melkorka Óttarsdóttir. „Aðalfínimennirnir og tveir af þremur varafínimönnum eru starfandi fínilögmenn á örlitlum samkeppnismarkaði, sem hefur verið falið að fara með agavald yfir kollegum sínum. Fínilögmannastétt sem telur 577 sjálfstætt starfandi fínilögmenn, 148 fulltrúa þeirra og 262 (ekki-alveg-jafn-miklir-fíni-) lögmenn sem innanhúslögmenn hjá hinu opinbera eða einkaaðilum.“ Sakar nefndarmenn um að vera haldna afbrigðilegu valdablæti Ómar segir að vegna smæðar markaðarins myndu flestir telja að heppilegast væri að störf nefndarinnar hefðu þá ásýnd að vera hlutlæg og að betra væri ef af störfum þeirra stafaði ekki „fnykur ómálefnalegra sjónarmiða“. „En þó svo að flestir myndu telja að heppilegast væri að störf nefndarinnar hefðu þá ásýnd að vera ekki mauksoðin í gremju, persónulegri óvild eða einhvers konar afbrigðilegu valdablæti Grautarmanna, þá er það nú ekki svo.“ Þá reifar Ómar hagi valinna nefndarmanna og segir áðurnefndan Einar Gaut eiganda lögmannsstofu, Valborgu sjálfstætt starfandi lögmann og dóttur lagaprófessors og Hæstaréttardómara og Helgu Melkorku eiganda á Logos og dóttur eiganda laxveiðiár. „Einhver myndi ætla að þessi bakgrunnur fínifólks gæti haft þau áhrif að tenging þeirra við raunhagkerfið væri ekki sú allra besta – að fílabeinsturninn væri það hár, að þau glöggvuðu sig illa á því hvernig líf pöpulsins og götulögmanna væri í raun og veru.“ „Halló?! Er einhver heima!?“ Þá tekur Ómar nokkur dæmi um áminningar nefndarinnar í hans garð, sem hann telur ekki hafa átt rétt á sér. Fyrsta dæmið sem hann nefnir er áminning sem hann fékk fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok, utan skrifstofutíma. „Halló?! Er einhver heima!? Bæði rugludallar og götulögmenn úr Kópavoginum vita það ósköp vel, að það þarf ekki að gera annað en að gúggla orðið „lögmaður“ til þess að finna búnka af lögmönnum – bæði götulögmönnum og fínilögmönnum. Og allir eiga þessir menn farsíma sem þeir kunna að svara í. Þetta er nokkuð sem Grautarmönnum yfirsást algjörlega, en gleymum því ekki að tilgangurinn helgar meðalið,“ hefur Ómar að segja um úrskurð þann. Gæti farið að gráta Ómar reifar einnig nýlegan úrskurð nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að best væri að gera eina aðfinnslu og áminna hann tvisvar vegna samskipta hans við dómara, dómstjóra og fjölda lögmanna. Atvik málsins snúast um málsmeðferð Bankastræti club-málsins svokallaða, þar sem Ómar var verjandi Alexanders Mána Björnssonar, ungs manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps. Vísir fjallaði ítarlega um úrskurð nefndarinnar á sínum tíma. „Það liggur bara við að ég fari að gráta, þetta er svo átakanlega orðað... En það liggur kannski í hlutarins eðli, að þegar kerfið er jafn rotið og fúið og það er, má lítið út af bera til þess að allt fari til andskotans. Og það gæti verið súrt ef leiktjöldin myndu falla; ef skítugur almúginn áttaði sig á því að allt er þetta bara leikrit og að alla jafna sé niðurstaðan löngu gefin,“ segir Ómar. Heldur ekki niðri í sér andanum Loks segir Ómar að nú sitji þau Einar Gautur, Valborg og Helga Melkorka sveitt við skrif á tveimur ef ekki þremur nýjum áminningum, ef honum skjátlast ekki. „Annars vegar fyrir að kæra mig ekki um að vinna ókeypis fyrir konu út í bæ – sem svo kvartaði líka undan því að ég skildi voga mér að reyna að ná tali af henni, eftir að hún hafði samband við Grautinn, í þeirri von að hægt væri að ræða málin og komast að einhverri ásættanlegri niðurstöðu. Og hins vegar fyrir að leyfa ekki afar ósvífnum unglingum að ljúga upp á mig með því að birta samskipti mín við þau, sem sönnuðu hið gagnstæða.“ Í ljósi bakgrunns nefndarmanna og „fyrra fimbulfambs“ þeirra muni hann ekki halda í sér andanum hvað niðurstöðu varðar í málunum. „Og þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir þetta allt saman litlu máli, enda eiga götulögmenn erfitt með að taka fínifólkið og fínikerfið sem það er búið að klastra saman alvarlega. Ekki síst þegar það þarf bara einn tölvupóst til þess að granda því.“
Lögmennska Tengdar fréttir Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. 26. september 2024 15:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24
Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25
Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. 26. september 2024 15:00