Upplýsingaóreiða í boði orkugeirans og Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 4. október 2024 07:02 Upplýsingaóreiða tengd umræðum um orkumál á Íslandi versnar nú með hverjum degi. Orkuspár, orkuskortur, raforkuöryggi – öllu þessu hefur verið blandað saman af orkugeiranum í stórri hrærivél svo almenningur veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hagsmunaaðilar í orkuiðnaðinum, svo sem Samorka, EFLA og Landsnet, leggja fram eigin útþandar orkuspár sem fjölmiðlar grípa nánast gagnrýnislaust á lofti og orkufyrirtæki nýta sér til að þrýsta á virkjunarframkvæmdir. Þessar orkuspár eiga að sýna fram á nauðsyn þess að meira en tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands, sem framleiðir nú þegar langmest allra þjóða af raforku miðað við íbúafjölda. Á sama tíma er opinber raforkuspá sjálfrar Orkustofnunar margfalt varfærnari en orkugeirinn hunsar hana algjörlega. Orkuskortur eða skortur á orku? Um daginn sagði forstjóri Landsvirkjunar óvænt í fréttum engan orkuskort vera í kortunum og það væri raunar alrangt að tala um orkuskort yfir höfuð. „Það er skortur á orku en ekki orkuskortur“ skrifar Hörður Arnarson í grein á Vísi í vikunni og kyndir þar undir upplýsingaóreiðu í orkuumræðunni sem fyrirtækið hefur tekið þátt í um margra ára skeið. Þessi fullyrðing forstjóra Landsvirkjunar hefur eflaust komið almenningi töluvert á óvart enda þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna margar fréttir og greinar frá síðustu misserum þar sem forsvarsfólk Landsvirkjunar talar um viðvarandi orkuskort. Í viðtali við Heimildina fyrir ári sagði Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar: „Á síðasta ári var orkuskortur farinn að bíta svo hressilega að við gátum ekki selt meiri forgangsorku“ um ástæðu þess að ekki væri hægt að selja orku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum. Veiturnar hafa þurft að grípa til olíukyndingar yfir veturinn en það vandamál var raunar leyst með einu pennastriki núna í byrjun september þegar Landsvirkjun samdi um sölu á forgangsorku til Orkubús Vestfjarða. Var þá kannski enginn orkuskortur þar eftir allt saman? Í aðsendri grein til Viðskiptablaðsins í fyrra skrifaði Hörður sjálfur: „Þar komum við að hindrun sem mun enn auka á orkuskortinn á næstu árum.“ Hvort er hann þarna að tala um orkuskort eða skort á orku, eða kannski eitthvað allt annað? Hugtakaþæfingurinn í orkuskorts-umræðunni er algjör. Raforkuöryggi Virkjanageirinn og stjórnmálamenn hafa síðustu misseri ítrekað að virkjanauppbygging sé aðkallandi vegna orkuöryggis almennings. Þrátt fyrir það hefur obbinn af raforkuframleiðsluaukningu á Íslandi síðustu sjö árin farið til stórnotenda, einkum stóriðju og gagnavera sem hafa þanist út. Forstjóri Landsvirkjunar viðurkenndi síðasta sumar að um 120 MW fari í bitcoingröft, þrátt fyrir að Landsvirkjun segist ekki styðja við rafmyntagröft og hafi allt frá 2021 sagst ýmist ætla að draga úr raforkusölu til rafmyntagraftar eða jafnvel hætta alfarið. Gagnaver halda þó áfram að skjóta upp kollinum og stækka en enginn veit eða vill ræða hvað þar fer fram. Núna hefur Landsvirkjun meira að segja gengið svo langt að lofa óvirkjaðri raforku frá Hvammsvirkjun og Búrfellslundi í landeldi og gagnaver, og kvartar undan því að geta ekki komið á móts við álver og aðra stóriðju í landinu sem vill meiri orku. Er raforkusala til þessara aðila skyndilega orðinn hluti af raforkuöryggi almennings? Með ofangreint í huga spyr maður: Er nema von að almenningur í landinu sé orðinn ringlaður og langþreyttur á þeirri hringavitleysu sem raforkuumræðan er? Landsvirkjun og rafeldsneytið Í kvöldfréttum sjónvarps 29. september síðastliðinn sagði svo Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Rafeldsneyti verður framleitt þar sem raforkan verður mjög ódýr, og jafnvel ódýrari en við getum framleitt hér á Íslandi. [...] Virðiskeðjan, hver á að kaupa þetta er mjög óviss, og mörgum spurningum er ósvarað.“ Þessi frétt hefur eflaust vakið undrun margra því hér kveður við nýjan tón hjá Landsvirkjun. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið nefnilega komið að hið minnsta fjórum þróunarverkefnum á sviði rafeldsneytisframleiðslu og vetnisvæðingar, sumum mjög stórhuga þar sem gert er ráð fyrir framleiðslu og útflutningi eldsneytis í gríðarlegu magni. Fyrst ber að nefna samstarf um að skoða framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga, sem var undirritað í júní 2021. Um það segir á síðu Landsvirkjunar: „Metanól hentar bæði í iðnað og til að knýja fjölbreytt samgöngutæki, en stóran hluta þeirrar losunar sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka má rekja til samgangna. Nágrannalönd Íslands hafa einnig metnaðarfull markmið um að skipta út jarðefnaeldsneyti, sem gæti skapað tækifæri á útflutningi íslensks rafeldsneytis.“ Í sama mánuði lauk forskoðun á því að hefja vetnisframleiðslu fyrir Rotterdamhöfn fyrir árið 2030 upp á 2–4 TWst/ári (200 til 500 MW), sem er á við 10–20% af núverandi raforkuframleiðslu Íslands. Um það verkefni sagði Hörður Arnarson: „Við höfum trú á samstarfi okkar við Rotterdamhöfn og hlökkum til að finna bestu leiðina til þess að koma okkar hreinu orku á erlenda markaði.“ Allar þrjár fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár myndu ekki einu sinni duga fyrir helmingnum af lægri mörkum þess verkefnis. Væri rándýr orkuöflun samhliða eyðileggingu íslenskrar náttúru fyrir vetnisframleiðslu handa Hollendingum í þágu íslensks almennings? Í október 2021 skrifaði Landsvirkjun undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði til að meta hvernig haga mætti framleiðslu á grænu rafeldsneyti til orkuskipta. Í apríl 2023 skrifuðu svo Landsvirkjun og alþjóðlega stórfyrirtækið Linde undir samstarfssamning um þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna. „Við fögnum þessum samstarfssamningi við Linde sem gerir okkur vel í stakk búin að þróa áfram verkefni sem miða að framleiðslu rafeldsneytis fyrir samgöngur og aðra notendur nýrrar orkuskiptatækni fyrir árið 2025“ sagði í tilkynningu Landsvirkjunar um það verkefni. Orkuskiptin Orkuskipti eru afar brýn því heimurinn verður að hætta að nota jarðefnaeldsneyti til að draga sem allramest og fyrst úr áhrifum yfirstandandi loftslagsbreytinga. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að minnka kolefnisspor Íslendinga, en fyrst og fremst þarf að draga úr umsvifum og láta af ágangi á náttúruna. Virkjanaæði er andstæða þess og orkuskiptin hafa í allmörg ár verið notuð sem skálkaskjól orkugeirans til að fara hamförum í virkjanaáætlunum sínum. Þá munum við í þágu orkufreks iðnaðar fórna íslenskri náttúru sem er einstök í heiminum og afar dýrmæt, ekki einungis fyrir íbúa landsins heldur allan umheiminn. Núna segir forstjóri Landsvirkjunar það óraunhæft að framleiða rafeldsneyti hér á landi nægilega ódýrt til að það borgi sig. Þessu hafa fjölmargir áður haldið fram og það er bæði léttir og jákvætt að heyra þetta koma frá Landsvirkjun. En eru þróunar- og framleiðsluverkefni fyrirtækisins þá úrelt, eða bara til gamans gerð? Þarf kannski hægri höndin á Landsvirkjun að segja þeirri vinstri hvað hún er að gera? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Upplýsingaóreiða tengd umræðum um orkumál á Íslandi versnar nú með hverjum degi. Orkuspár, orkuskortur, raforkuöryggi – öllu þessu hefur verið blandað saman af orkugeiranum í stórri hrærivél svo almenningur veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hagsmunaaðilar í orkuiðnaðinum, svo sem Samorka, EFLA og Landsnet, leggja fram eigin útþandar orkuspár sem fjölmiðlar grípa nánast gagnrýnislaust á lofti og orkufyrirtæki nýta sér til að þrýsta á virkjunarframkvæmdir. Þessar orkuspár eiga að sýna fram á nauðsyn þess að meira en tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands, sem framleiðir nú þegar langmest allra þjóða af raforku miðað við íbúafjölda. Á sama tíma er opinber raforkuspá sjálfrar Orkustofnunar margfalt varfærnari en orkugeirinn hunsar hana algjörlega. Orkuskortur eða skortur á orku? Um daginn sagði forstjóri Landsvirkjunar óvænt í fréttum engan orkuskort vera í kortunum og það væri raunar alrangt að tala um orkuskort yfir höfuð. „Það er skortur á orku en ekki orkuskortur“ skrifar Hörður Arnarson í grein á Vísi í vikunni og kyndir þar undir upplýsingaóreiðu í orkuumræðunni sem fyrirtækið hefur tekið þátt í um margra ára skeið. Þessi fullyrðing forstjóra Landsvirkjunar hefur eflaust komið almenningi töluvert á óvart enda þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna margar fréttir og greinar frá síðustu misserum þar sem forsvarsfólk Landsvirkjunar talar um viðvarandi orkuskort. Í viðtali við Heimildina fyrir ári sagði Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar: „Á síðasta ári var orkuskortur farinn að bíta svo hressilega að við gátum ekki selt meiri forgangsorku“ um ástæðu þess að ekki væri hægt að selja orku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum. Veiturnar hafa þurft að grípa til olíukyndingar yfir veturinn en það vandamál var raunar leyst með einu pennastriki núna í byrjun september þegar Landsvirkjun samdi um sölu á forgangsorku til Orkubús Vestfjarða. Var þá kannski enginn orkuskortur þar eftir allt saman? Í aðsendri grein til Viðskiptablaðsins í fyrra skrifaði Hörður sjálfur: „Þar komum við að hindrun sem mun enn auka á orkuskortinn á næstu árum.“ Hvort er hann þarna að tala um orkuskort eða skort á orku, eða kannski eitthvað allt annað? Hugtakaþæfingurinn í orkuskorts-umræðunni er algjör. Raforkuöryggi Virkjanageirinn og stjórnmálamenn hafa síðustu misseri ítrekað að virkjanauppbygging sé aðkallandi vegna orkuöryggis almennings. Þrátt fyrir það hefur obbinn af raforkuframleiðsluaukningu á Íslandi síðustu sjö árin farið til stórnotenda, einkum stóriðju og gagnavera sem hafa þanist út. Forstjóri Landsvirkjunar viðurkenndi síðasta sumar að um 120 MW fari í bitcoingröft, þrátt fyrir að Landsvirkjun segist ekki styðja við rafmyntagröft og hafi allt frá 2021 sagst ýmist ætla að draga úr raforkusölu til rafmyntagraftar eða jafnvel hætta alfarið. Gagnaver halda þó áfram að skjóta upp kollinum og stækka en enginn veit eða vill ræða hvað þar fer fram. Núna hefur Landsvirkjun meira að segja gengið svo langt að lofa óvirkjaðri raforku frá Hvammsvirkjun og Búrfellslundi í landeldi og gagnaver, og kvartar undan því að geta ekki komið á móts við álver og aðra stóriðju í landinu sem vill meiri orku. Er raforkusala til þessara aðila skyndilega orðinn hluti af raforkuöryggi almennings? Með ofangreint í huga spyr maður: Er nema von að almenningur í landinu sé orðinn ringlaður og langþreyttur á þeirri hringavitleysu sem raforkuumræðan er? Landsvirkjun og rafeldsneytið Í kvöldfréttum sjónvarps 29. september síðastliðinn sagði svo Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Rafeldsneyti verður framleitt þar sem raforkan verður mjög ódýr, og jafnvel ódýrari en við getum framleitt hér á Íslandi. [...] Virðiskeðjan, hver á að kaupa þetta er mjög óviss, og mörgum spurningum er ósvarað.“ Þessi frétt hefur eflaust vakið undrun margra því hér kveður við nýjan tón hjá Landsvirkjun. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið nefnilega komið að hið minnsta fjórum þróunarverkefnum á sviði rafeldsneytisframleiðslu og vetnisvæðingar, sumum mjög stórhuga þar sem gert er ráð fyrir framleiðslu og útflutningi eldsneytis í gríðarlegu magni. Fyrst ber að nefna samstarf um að skoða framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga, sem var undirritað í júní 2021. Um það segir á síðu Landsvirkjunar: „Metanól hentar bæði í iðnað og til að knýja fjölbreytt samgöngutæki, en stóran hluta þeirrar losunar sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka má rekja til samgangna. Nágrannalönd Íslands hafa einnig metnaðarfull markmið um að skipta út jarðefnaeldsneyti, sem gæti skapað tækifæri á útflutningi íslensks rafeldsneytis.“ Í sama mánuði lauk forskoðun á því að hefja vetnisframleiðslu fyrir Rotterdamhöfn fyrir árið 2030 upp á 2–4 TWst/ári (200 til 500 MW), sem er á við 10–20% af núverandi raforkuframleiðslu Íslands. Um það verkefni sagði Hörður Arnarson: „Við höfum trú á samstarfi okkar við Rotterdamhöfn og hlökkum til að finna bestu leiðina til þess að koma okkar hreinu orku á erlenda markaði.“ Allar þrjár fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár myndu ekki einu sinni duga fyrir helmingnum af lægri mörkum þess verkefnis. Væri rándýr orkuöflun samhliða eyðileggingu íslenskrar náttúru fyrir vetnisframleiðslu handa Hollendingum í þágu íslensks almennings? Í október 2021 skrifaði Landsvirkjun undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði til að meta hvernig haga mætti framleiðslu á grænu rafeldsneyti til orkuskipta. Í apríl 2023 skrifuðu svo Landsvirkjun og alþjóðlega stórfyrirtækið Linde undir samstarfssamning um þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna. „Við fögnum þessum samstarfssamningi við Linde sem gerir okkur vel í stakk búin að þróa áfram verkefni sem miða að framleiðslu rafeldsneytis fyrir samgöngur og aðra notendur nýrrar orkuskiptatækni fyrir árið 2025“ sagði í tilkynningu Landsvirkjunar um það verkefni. Orkuskiptin Orkuskipti eru afar brýn því heimurinn verður að hætta að nota jarðefnaeldsneyti til að draga sem allramest og fyrst úr áhrifum yfirstandandi loftslagsbreytinga. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að minnka kolefnisspor Íslendinga, en fyrst og fremst þarf að draga úr umsvifum og láta af ágangi á náttúruna. Virkjanaæði er andstæða þess og orkuskiptin hafa í allmörg ár verið notuð sem skálkaskjól orkugeirans til að fara hamförum í virkjanaáætlunum sínum. Þá munum við í þágu orkufreks iðnaðar fórna íslenskri náttúru sem er einstök í heiminum og afar dýrmæt, ekki einungis fyrir íbúa landsins heldur allan umheiminn. Núna segir forstjóri Landsvirkjunar það óraunhæft að framleiða rafeldsneyti hér á landi nægilega ódýrt til að það borgi sig. Þessu hafa fjölmargir áður haldið fram og það er bæði léttir og jákvætt að heyra þetta koma frá Landsvirkjun. En eru þróunar- og framleiðsluverkefni fyrirtækisins þá úrelt, eða bara til gamans gerð? Þarf kannski hægri höndin á Landsvirkjun að segja þeirri vinstri hvað hún er að gera? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun