Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 12:31 Bong tók sig vel út á skjánum í Háskólabíói. Húsfyllir var í Háskólabíó þegar Bong Joon-Ho hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Uppselt var á athöfnina, sem fór fram eftir sýningu á skrímslamyndinni The Host, eða Hýsillinn, en þá ræddi dagskrárstjóri RIFF, Frédéric Boyer, við kóreska leikstjórann í gegnum fjarfundarbúnað. Þar nefndi Bong meðal annars vináttu sína við íslenska leikstjórann Dag Kára. Þegar áttasýningunni í Háskólabíó við Hagatorg lauk og tími kominn til að spjalla, birtist Bong vel upplagður og afslappaður á hvíta tjaldinu í gegnum Zoom. Það var ekki að sjá á leikstjóranum að klukkan væri 7 að morgni á skrifstofunni hans í Seoul, en Bong er augljóslega engin B-týpa. Með aðstoð kóresks túlks lék kvikmyndagerðarmaðurinn á als oddi og ræddi um listrænar ákvarðanir sínar, veitti bókameðmæli og sagði bransasögur. Þegar opnað var á spurningar úr sal reis hver höndin upp á móti annarri – og færri en vildu náðu að bera upp spurningar til þessa margfalda Óskarsverðlaunahafa. Fylgist vel með Degi Kára Bong sagðist hafa kynnst íslenska leikstjóranum Degi Kára á kvikmyndahátíð í Toronto árið 2003 þegar hann sá mynd hans Nóa Albinóa – sem heillaði hann upp úr skónum. Allar götur síðan hefur hann fylgst með ferli Dags Kára, og ljóst er að Bong hefur ekki síður verið hrifinn af frammistöðu aðalleikarans, Tómas Lemarquis, en hann fékk Bong til liðs við sig í leikarahóp framtíðartryllisins og ólandssögunnar Snowpiercer frá árinu 2013. Matgæðingur og saknar svarthvítra mynda Þá talaði Bong um þá ákvörðun að sýna verk sín í svarthvítri útgáfu – en það vakti athygli margra að á dagskrá RIFF var svarthvít sýning á Mother, sem kom upphaflega út í lit árið 2009. Leikstjórinn sagðist alla tíð hafa dreymt um að taka upp svarthvítar kvikmyndir – en það væri hins vegar ógjörningur að fá framleiðendur í lið með sér í þannig verkefni því það væri ekki talið söluvænt. Aftur á móti væri tiltölulega einfalt og ódýrt mál endurvinna mynd úr lit og yfir í svarthvíta útgáfu – og það hafi hann gert í seinni tíð og sýnt svarthvítu útgáfurnar í kvikmyndahúsum. Loks fékk Bong spurningu um matarást sína – en áhorfandinn þóttist vita af verkum leikstjórans að hann væri mikill matgæðingur. Það stóð heima, sagði Bong, bæði þætti honum gott að elda og borða – en ekki síst að taka upp senur af eldamennsku og matmálstímum. Kjarninn í verkumeins og skrímslamyndinni The Host kæmi mun sterkar fram í fjölskyldustundunum við matarborðið og því sem færi fram í eldhúsinu – frekar en hryllilega skrímslið sem ræðst upp úr fljótinu. RIFF Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið. 30. september 2024 12:32 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þegar áttasýningunni í Háskólabíó við Hagatorg lauk og tími kominn til að spjalla, birtist Bong vel upplagður og afslappaður á hvíta tjaldinu í gegnum Zoom. Það var ekki að sjá á leikstjóranum að klukkan væri 7 að morgni á skrifstofunni hans í Seoul, en Bong er augljóslega engin B-týpa. Með aðstoð kóresks túlks lék kvikmyndagerðarmaðurinn á als oddi og ræddi um listrænar ákvarðanir sínar, veitti bókameðmæli og sagði bransasögur. Þegar opnað var á spurningar úr sal reis hver höndin upp á móti annarri – og færri en vildu náðu að bera upp spurningar til þessa margfalda Óskarsverðlaunahafa. Fylgist vel með Degi Kára Bong sagðist hafa kynnst íslenska leikstjóranum Degi Kára á kvikmyndahátíð í Toronto árið 2003 þegar hann sá mynd hans Nóa Albinóa – sem heillaði hann upp úr skónum. Allar götur síðan hefur hann fylgst með ferli Dags Kára, og ljóst er að Bong hefur ekki síður verið hrifinn af frammistöðu aðalleikarans, Tómas Lemarquis, en hann fékk Bong til liðs við sig í leikarahóp framtíðartryllisins og ólandssögunnar Snowpiercer frá árinu 2013. Matgæðingur og saknar svarthvítra mynda Þá talaði Bong um þá ákvörðun að sýna verk sín í svarthvítri útgáfu – en það vakti athygli margra að á dagskrá RIFF var svarthvít sýning á Mother, sem kom upphaflega út í lit árið 2009. Leikstjórinn sagðist alla tíð hafa dreymt um að taka upp svarthvítar kvikmyndir – en það væri hins vegar ógjörningur að fá framleiðendur í lið með sér í þannig verkefni því það væri ekki talið söluvænt. Aftur á móti væri tiltölulega einfalt og ódýrt mál endurvinna mynd úr lit og yfir í svarthvíta útgáfu – og það hafi hann gert í seinni tíð og sýnt svarthvítu útgáfurnar í kvikmyndahúsum. Loks fékk Bong spurningu um matarást sína – en áhorfandinn þóttist vita af verkum leikstjórans að hann væri mikill matgæðingur. Það stóð heima, sagði Bong, bæði þætti honum gott að elda og borða – en ekki síst að taka upp senur af eldamennsku og matmálstímum. Kjarninn í verkumeins og skrímslamyndinni The Host kæmi mun sterkar fram í fjölskyldustundunum við matarborðið og því sem færi fram í eldhúsinu – frekar en hryllilega skrímslið sem ræðst upp úr fljótinu.
RIFF Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið. 30. september 2024 12:32 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið. 30. september 2024 12:32