„Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2024 16:45 Mac Allister ber þjálfaranum Slot vel söguna. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert. Rodri, leikmaður Manchester City, hefur verið hvað háværastur í ákalli leikmanna eftir minna leikjaálagi. Það hefur aukist í Meistaradeild Evrópu með nýju fyrirkomulagi í ár og er fylgjandi þeirri þróun að leikjum sé fjölgað á hæsta stigi. Mac Allister var spurður út í þau mál á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Bologna í Meistaradeildinni í kvöld. „Ég held að það sé ekki miklu við að bæta. Það sem ég get sagt er að við elskum að spila fótbolta. Og já, við erum þreyttir og álagið er mikið,“ segir Mac Allister. Helst vilji leikmenn fá sæti við borðið og að á þá sé hlustað við ákvörðunartöku. „Fyrst og fremst held ég að það sé þörf á frekara samtali milli hagsmunaaðila; leikmanna, þjálfara og allra. Ég held að það sé eina leiðin fram á við og líklega það eina sem leikmenn eru að biðja um.“ Ánægður með Slot Mac Allister hefur líkt og aðrir leikmenn Liverpool í nægu að snúast þessa dagana í bæði deild og bikarkeppnum. Nýr þjálfari Liverpool, Arne Slot, beri sig vel við þær aðstæður. „Þegar er svona stutt á milli leikja er strembnara að undirbúa leikina eins vel og við viljum. En hann er klárlega magnaður þjálfari. Maður sér það á því hvernig hann hefur talað frá því á fyrsta degi,“ „Við erum á réttri leið en getum enn bætt okkur,“ segir Mac Allister. Leikur Liverpool og Bologna er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan í beinni þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Rodri, leikmaður Manchester City, hefur verið hvað háværastur í ákalli leikmanna eftir minna leikjaálagi. Það hefur aukist í Meistaradeild Evrópu með nýju fyrirkomulagi í ár og er fylgjandi þeirri þróun að leikjum sé fjölgað á hæsta stigi. Mac Allister var spurður út í þau mál á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Bologna í Meistaradeildinni í kvöld. „Ég held að það sé ekki miklu við að bæta. Það sem ég get sagt er að við elskum að spila fótbolta. Og já, við erum þreyttir og álagið er mikið,“ segir Mac Allister. Helst vilji leikmenn fá sæti við borðið og að á þá sé hlustað við ákvörðunartöku. „Fyrst og fremst held ég að það sé þörf á frekara samtali milli hagsmunaaðila; leikmanna, þjálfara og allra. Ég held að það sé eina leiðin fram á við og líklega það eina sem leikmenn eru að biðja um.“ Ánægður með Slot Mac Allister hefur líkt og aðrir leikmenn Liverpool í nægu að snúast þessa dagana í bæði deild og bikarkeppnum. Nýr þjálfari Liverpool, Arne Slot, beri sig vel við þær aðstæður. „Þegar er svona stutt á milli leikja er strembnara að undirbúa leikina eins vel og við viljum. En hann er klárlega magnaður þjálfari. Maður sér það á því hvernig hann hefur talað frá því á fyrsta degi,“ „Við erum á réttri leið en getum enn bætt okkur,“ segir Mac Allister. Leikur Liverpool og Bologna er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan í beinni þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira