Þetta kemur fram á vef grænlenska fjölmiðilsins Sermitsiaq.AG. Þar segir að málinu hafi þegar verið áfrýjað til hæstaréttar í Danmörku.
Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi.
Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans segja að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf.
Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitar sök í málinu. Verði hann fundinn sekur af japönskum dómstólum gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann sökkti hvalveiðibátum Hvals í Reykjavíkurhöfn á níunda áratugnum.