Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2024 08:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var núna klukkan 8:30. „Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,4% í september. Þótt ákveðnir einskiptisliðir vegi þungt hefur dregið úr umfangi og tíðni verðhækkana. Undirliggjandi verðbólga hefur jafnframt minnkað og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkað. Áfram virðist hægja á efnahagsumsvifum í takt við aukið peningalegt taumhald. Þá eru vísbendingar um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði og svartsýni heimila og fyrirtækja hefur aukist. Þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kalla þó á varkárni. Áfram þarf því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilanum að neðan. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 10,75% Lán gegn veði til 7 daga 9,75% Innlán bundin í 7 daga 9,0% Viðskiptareikningar 8,75% Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar. Greiningardeild Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spáðu báðar að peningastefnunefnd myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 20. nóvember, eftir sjö vikur. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. 1. október 2024 22:12 Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. 27. september 2024 13:05 Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var núna klukkan 8:30. „Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,4% í september. Þótt ákveðnir einskiptisliðir vegi þungt hefur dregið úr umfangi og tíðni verðhækkana. Undirliggjandi verðbólga hefur jafnframt minnkað og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkað. Áfram virðist hægja á efnahagsumsvifum í takt við aukið peningalegt taumhald. Þá eru vísbendingar um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði og svartsýni heimila og fyrirtækja hefur aukist. Þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kalla þó á varkárni. Áfram þarf því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilanum að neðan. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 10,75% Lán gegn veði til 7 daga 9,75% Innlán bundin í 7 daga 9,0% Viðskiptareikningar 8,75% Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar. Greiningardeild Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spáðu báðar að peningastefnunefnd myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 20. nóvember, eftir sjö vikur.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. 1. október 2024 22:12 Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. 27. september 2024 13:05 Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. 1. október 2024 22:12
Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. 27. september 2024 13:05
Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19