McCarthy ræddi tíma sinn hjá United við ZEROZERO í Portúgal. Þar sagði hann meðal annars að aðeins tveir leikmenn liðsins hafi verið á fullu á öllum æfingum.
„Ef sumir leikmenn United hefðu það sem Bruno [Fernandes] og Diogo [Dalot] hefðu, hefði verið auðveldara að ná góðum úrslitum,“ sagði McCarthy.
„Þeir æfðu báðir af ótrúlegri einbeitingu og gáfu allt sem þeir áttu, öfugt við suma aðra. Þetta endaði á því að hamla framþróun United því sumir leikmenn æfðu ekki eins og þeir geta best. Jafnvel í leikjum sýndi tölfræðin að sumir leikmenn voru upp á sitt besta en aðrir aðeins fyrir neðan það.“
McCarthy hætti hjá United eftir síðasta tímabil því hann ætlar sér að verða knattspyrnustjóri.