„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 15:16 Flóðin í Norður-Karólínu voru mjög umfangsmikil. AP/Kathy Kmonicek Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. Í heildina er vitað til þess að rúmlega hundrað manns hafi dáið vegna Helenu. Í Norður-Karólínu urðu skemmdir víða í dölum sem umkringdir eru skógi vöxnum en bröttum hlíðum. Rafmagnslínur slitnuðu víða, vegir eru mikið skemmdir og vatnshreinsistöðvar óstarfhæfar. Keppst er við að koma neyðarbirgðum eins og vatni til fólks og gera við skemmdir eins hratt og auðið er. Meðal annars hefur verið notast við þyrlur til að flytja vatn og matvæli til afskekktra byggða. Fólk að sækjast eftir fersku vatni í Norður-Karólínu.AP/Jeffrey Collins Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, hefur lýst hörmungunum þar sem fordæmalausum og segir það sama um nauðsynleg viðbrögð. Í frétt New York Times er haft eftir honum og öðrum embættismönnum að um 460 þúsund manns séu enn án rafmagns og að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í tuttugu og fimm sýslu. Cooper sagði á blaðamannafundi í dag að hann teldi líklegt að látnum muni fjölga í vikunni, þegar björgunarmenn komast til byggða sem lokuðust af í hamförunum og flóðavatn síast í jörðina eða rennur áleiðis til sjávar. Björgunarstörf hafa þó reynst erfið víða í ríkinu, vegna áðurnefndra skemmda. Vegna þessa hafa ráðamenn ráðlagt fólki að halda kyrru fyrir, hafi það tök á því, en rúmlega fimmtíu leitarteymi eru sögð vinna að því að koma fólki sem hefur lokast inni til aðstoðar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vegir eru víða lokaðir í Norður-Karólínu og er óttast að látnum muni fjölga þegar fleiri vegir opnast og björgunarmenn komast að einangruðum samfélögum.AP/Björgunarsveitir í Pamlicosýslu Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18 Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Í heildina er vitað til þess að rúmlega hundrað manns hafi dáið vegna Helenu. Í Norður-Karólínu urðu skemmdir víða í dölum sem umkringdir eru skógi vöxnum en bröttum hlíðum. Rafmagnslínur slitnuðu víða, vegir eru mikið skemmdir og vatnshreinsistöðvar óstarfhæfar. Keppst er við að koma neyðarbirgðum eins og vatni til fólks og gera við skemmdir eins hratt og auðið er. Meðal annars hefur verið notast við þyrlur til að flytja vatn og matvæli til afskekktra byggða. Fólk að sækjast eftir fersku vatni í Norður-Karólínu.AP/Jeffrey Collins Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, hefur lýst hörmungunum þar sem fordæmalausum og segir það sama um nauðsynleg viðbrögð. Í frétt New York Times er haft eftir honum og öðrum embættismönnum að um 460 þúsund manns séu enn án rafmagns og að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í tuttugu og fimm sýslu. Cooper sagði á blaðamannafundi í dag að hann teldi líklegt að látnum muni fjölga í vikunni, þegar björgunarmenn komast til byggða sem lokuðust af í hamförunum og flóðavatn síast í jörðina eða rennur áleiðis til sjávar. Björgunarstörf hafa þó reynst erfið víða í ríkinu, vegna áðurnefndra skemmda. Vegna þessa hafa ráðamenn ráðlagt fólki að halda kyrru fyrir, hafi það tök á því, en rúmlega fimmtíu leitarteymi eru sögð vinna að því að koma fólki sem hefur lokast inni til aðstoðar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vegir eru víða lokaðir í Norður-Karólínu og er óttast að látnum muni fjölga þegar fleiri vegir opnast og björgunarmenn komast að einangruðum samfélögum.AP/Björgunarsveitir í Pamlicosýslu
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18 Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35
Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47