Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 11:32 Tarik Ibrahimagic reyndist hetja Víkinga í gær sem unnu sannkallaðan seiglusigur gegn Valsmönnum sem gæti reynst ansi dýrmætur þegar talið verður upp úr pokanum í lok tímabils. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira