„Gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. september 2024 19:49 Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, skoraði og fiskaði vítaspyrnu í leik dagsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz KA vann 1-3 sigur gegn Fylki á Würth-vellinum. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, var á skotskónum en fagnaði ekki markinu þar sem hann spilaði með Fylki árið 2013. „Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum. KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Sjá meira
„Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum.
KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Sjá meira