„Einhver náttúrulegasta þrenna sem ég hef séð“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 28. september 2024 18:32 Daníel Andri Halldórsson er þjálfari Þórsara. vísir/Diego Keflavík tók á móti Þór Akureyri í Blue höllinni í dag þar sem Meistari meistaranna í körfubolta kvenna fór fram. Það voru margir sem bjuggust fyrir fram við sigri Keflavíkur í dag en það voru Þór Akureyri sem komu öllum að óvörum og höfðu betur 82-86. „Þetta er náttúrulega gríðarlega verðskuldað án þess að hafa nokkurn tíman orðið meistarar að verða meistarar meistaranna. Þetta var bara gaman og gott að byrja tímabilið svona þó að Keflavíkurliðið sé þunnskipað,“ sagði Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs Akureyri eftir sigurinn í dag. „Við vorum náttúrulega bara með gríðarlega hæðarmismunaryfirburði inni í teig og maður sá að Keflavík voru kannski mikið að spá í því sem opnar bara fyrir utan og við spiluðum þetta bara hárrétt í lokin.“ Þrátt fyrir að Keflavík væru þrefaldir meistarar síðasta árs mátti ekki sjá neina feimni í Þór Akureyri að mæta þeim úti á velli. „Já við vissum allavega í gær að kaninn væri ekki með og vorum búin að heyra að það væri einhverjir póstar sem gætu verið meiddir. Sara, Emilía og mögulega fleiri og við ræddum það bara í dag að við værum í flottum séns til að vinna hérna í dag og nýttum okkur þetta bara.“ Þetta var gríðarlega sterkur sigur hjá Þór Akureyri og var ákveðin yfirlýsing fyrir komandi tímabil. „Já ákveðin, við viljum gera talsvert betur heldur en spáin segir frá fyrirliðum og þjálfurum og svo fjölmiðlum. Við allavega teljum okkur geta keppt um sæti í topp hlutanum en ekki bara sjöunda.“ Maddison Anne Sutton var frábær í liði Þórs í dag og skilaði sannkallaðri trölla þrennu en hún var með 21 stig, 28 fráköst og 11 stoðsendingar. „Ég er ekki búin að sjá stattið en ég heyrði lýsendurna tala eitthvað um þetta áðan og það kom mér pínu á óvart. Þetta var einhver náttúrulegasta þrenna sem ég hef séð. Það var ekki eins og hún væri að taka eitthvað mikið til sín og þetta er frábær liðsmaður og það sást bara hjá henni í dag.“ Bónus-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Þetta er náttúrulega gríðarlega verðskuldað án þess að hafa nokkurn tíman orðið meistarar að verða meistarar meistaranna. Þetta var bara gaman og gott að byrja tímabilið svona þó að Keflavíkurliðið sé þunnskipað,“ sagði Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs Akureyri eftir sigurinn í dag. „Við vorum náttúrulega bara með gríðarlega hæðarmismunaryfirburði inni í teig og maður sá að Keflavík voru kannski mikið að spá í því sem opnar bara fyrir utan og við spiluðum þetta bara hárrétt í lokin.“ Þrátt fyrir að Keflavík væru þrefaldir meistarar síðasta árs mátti ekki sjá neina feimni í Þór Akureyri að mæta þeim úti á velli. „Já við vissum allavega í gær að kaninn væri ekki með og vorum búin að heyra að það væri einhverjir póstar sem gætu verið meiddir. Sara, Emilía og mögulega fleiri og við ræddum það bara í dag að við værum í flottum séns til að vinna hérna í dag og nýttum okkur þetta bara.“ Þetta var gríðarlega sterkur sigur hjá Þór Akureyri og var ákveðin yfirlýsing fyrir komandi tímabil. „Já ákveðin, við viljum gera talsvert betur heldur en spáin segir frá fyrirliðum og þjálfurum og svo fjölmiðlum. Við allavega teljum okkur geta keppt um sæti í topp hlutanum en ekki bara sjöunda.“ Maddison Anne Sutton var frábær í liði Þórs í dag og skilaði sannkallaðri trölla þrennu en hún var með 21 stig, 28 fráköst og 11 stoðsendingar. „Ég er ekki búin að sjá stattið en ég heyrði lýsendurna tala eitthvað um þetta áðan og það kom mér pínu á óvart. Þetta var einhver náttúrulegasta þrenna sem ég hef séð. Það var ekki eins og hún væri að taka eitthvað mikið til sín og þetta er frábær liðsmaður og það sást bara hjá henni í dag.“
Bónus-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum