Fótbolti

Ísak Berg­mann kom Düsseldorf til bjargar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann var ískaldur þegar mest á reyndi.
Ísak Bergmann var ískaldur þegar mest á reyndi. Fortuna Düsseldorf

Ísak Bergmann Jóhannesson reyndist hetja Fortuna Düsseldorf þegar liðið lagði Greuther Fürth í þýsku B-deild karla í knattspyrnu.

Ísak Bergmann og Valgeir Lunddal Friðriksson voru báðir í byrjunarliði Düsseldorf sem komst yfir í leiknum en Greuther Fürth jafnaði metin áður en fyrri hálfleik var lokið. Það stefndi allt í að leikurinn myndi enda með 1-1 jafntefli en Íslendingaliðið fékk vítaspyrnu undir lok leiks.

Ísak Bergmann steig á punktinn og tryggði Düsseldorf mikilvæg þrjú stig. Ísak Bergmann lék allan leikinn á miðsvæðinu á meðan Valgeir Lunddal var tekinn af velli þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Með sigrinum fer Íslendingaliðið á topp deildarinnar með 17 stig að loknum sjö leikjum en Karlsruher SC getur jafnað Düsseldorf að stigum með sigri um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×