KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 23:16 A-landslið kvenna er á leið á Evrópumótið sem fram fer í Sviss næsta sumar. Vísir/Anton Brink Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“ Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“
Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira