Gísli hefur spilað einstaklega vel fyrir Víkinga í sumar. Liðið er á toppi Bestu deildarinnar og komst í úrslit Mjólkurbikarsins.
„Gísli hefur sannað sig sem ekki aðeins efnilegasta mann landsins heldur tel ég hann vera í topp 5 yfir þá bestu í deildinni í dag. Það er óhætt að segja að the sky is the limit þegar það kemur að hversu langt hann getur náð í fótbolta,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir undirskriftina.
„Hann er með eiginleika sem mjög fáir íslenskir leikmenn búa yfir en fyrir utan alla hans knattspyrnuhæfileika þá er það sem hann ber á herðum sér hans besti kostur og það mun tryggja að hann nái mjög langt á sínum ferli.“
Gísli kom til Víkings frá ítalska liðinu Bologna 2022. Hlutverk hans í Víkingsliðinu hefur farið stækkandi og í sumar hefur hann stimplað sig inn sem lykilmann hjá því.
Næsti leikur Víkings er gegn Val á Hlíðarenda á sunnudaginn.