„Eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þar sem hann hafi áttað sig á því að hann væri ástfanginn af Söru Lind. Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist muna vel eftir því þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur þegar þau störfuðu bæði hjá VR. Hann segist enn þann dag í dag þurfa að svara ósannindum um það hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars æskuna úti á landi, árin í Versló og árin tvö frá 2011 til 2013 sem hann var formaður VR. Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formann meðal þeirra sem hafi dregið þá mynd upp af þeim hjónum að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þegar þau kynntust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki hægt að ákveða að verða ástfanginn Stefán segir frá því í Einkalífinu þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur á árum sínum í VR eftir að hún var ráðin þar til starfa árið 2012. Hann viðurkennir að það sé ekki heppilegt þegar ástarsambönd verði til inni á vinnustöðum. „Og hvað þá þegar það eru yfirmenn og undirmenn og annað í þeim dúr og það er alveg rétt og það veldur oft miklum erfiðleikum en svo gerist lífið bara. Það að vera ástfanginn er ekki ákvörðun, þú vaknar ekki einn daginn og segir: „Nú ætla ég að verða ástfanginn af honum Oddi.“ Það bara gerist.“ Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann væri ástfanginn af Söru. Hann segist hafa hafa kallað starfsfólk á sal og tilkynnt þeim um ráðahaginn. Þar hafi hann farið yfir málin í hreinskilni með starfsfólkinu. „Það sem að óvandaðir menn gerðu, meðal annars núverandi formaður VR sem fór mjög harkalega gegn okkur og hefur lengi haldið uppi óhróðri í okkar garð, með fulltingi manna eins og Reynis Traustasonar og Inga Freys Vilhjálmssonar, slíkra manna, hugsaðu þér félagsskapinn, þeir hafa stundað það allar götur síðan að draga upp þá mynd af okkur að við séum óheiðarlegt fólk sem höfum gert þarna eitthvað misjafnt. Þegar eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin.“ Enn spurður í dag um hið rétta Stefán segir að enn þann dag í dag, meira en tíu árum síðar, sé hann spurður að því, af stöku leigubílstjóra sem dæmi, hvernig honum hafi dottið í hug að ráða konuna sína í vinnu. Hann þurfi síendurtekið að útskýra hið rétta í málinu. „Það segir ýmislegt um það að ef að menn halda uppi lygaáróðri gegn fólki viðstöðulaust og alveg blákalt, að þá getur verið erfitt að hrekja það eða dusta það af sér. En það skiptir okkur ekki neinu máli, við höfum fyrir löngu gert þetta upp og vitum alveg hvað er satt í þessu máli og það er það sem skiptir máli.“ Stefán segir einfaldlega allt hafa dregið sig að Söru. Hún sé bráðvel gefin, stórglæsileg og stórskemmtileg. „Kannski eina stóra spurningin í þessu er, hvernig í ósköpunum henni datt í hug að opna á þennan möguleika!“ segir Stefán hlæjandi. Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars æskuna úti á landi, árin í Versló og árin tvö frá 2011 til 2013 sem hann var formaður VR. Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formann meðal þeirra sem hafi dregið þá mynd upp af þeim hjónum að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þegar þau kynntust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki hægt að ákveða að verða ástfanginn Stefán segir frá því í Einkalífinu þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur á árum sínum í VR eftir að hún var ráðin þar til starfa árið 2012. Hann viðurkennir að það sé ekki heppilegt þegar ástarsambönd verði til inni á vinnustöðum. „Og hvað þá þegar það eru yfirmenn og undirmenn og annað í þeim dúr og það er alveg rétt og það veldur oft miklum erfiðleikum en svo gerist lífið bara. Það að vera ástfanginn er ekki ákvörðun, þú vaknar ekki einn daginn og segir: „Nú ætla ég að verða ástfanginn af honum Oddi.“ Það bara gerist.“ Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann væri ástfanginn af Söru. Hann segist hafa hafa kallað starfsfólk á sal og tilkynnt þeim um ráðahaginn. Þar hafi hann farið yfir málin í hreinskilni með starfsfólkinu. „Það sem að óvandaðir menn gerðu, meðal annars núverandi formaður VR sem fór mjög harkalega gegn okkur og hefur lengi haldið uppi óhróðri í okkar garð, með fulltingi manna eins og Reynis Traustasonar og Inga Freys Vilhjálmssonar, slíkra manna, hugsaðu þér félagsskapinn, þeir hafa stundað það allar götur síðan að draga upp þá mynd af okkur að við séum óheiðarlegt fólk sem höfum gert þarna eitthvað misjafnt. Þegar eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin.“ Enn spurður í dag um hið rétta Stefán segir að enn þann dag í dag, meira en tíu árum síðar, sé hann spurður að því, af stöku leigubílstjóra sem dæmi, hvernig honum hafi dottið í hug að ráða konuna sína í vinnu. Hann þurfi síendurtekið að útskýra hið rétta í málinu. „Það segir ýmislegt um það að ef að menn halda uppi lygaáróðri gegn fólki viðstöðulaust og alveg blákalt, að þá getur verið erfitt að hrekja það eða dusta það af sér. En það skiptir okkur ekki neinu máli, við höfum fyrir löngu gert þetta upp og vitum alveg hvað er satt í þessu máli og það er það sem skiptir máli.“ Stefán segir einfaldlega allt hafa dregið sig að Söru. Hún sé bráðvel gefin, stórglæsileg og stórskemmtileg. „Kannski eina stóra spurningin í þessu er, hvernig í ósköpunum henni datt í hug að opna á þennan möguleika!“ segir Stefán hlæjandi. Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira