Fagnar niðurstöðunni en lýsir yfir þungum áhyggjum Árni Sæberg skrifar 26. september 2024 16:47 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands fagnar því að margra ára rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur sex blaðamönnum sé nú lokið. Samt sem áður lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. Í yfirlýsingu frá stjórn BÍ segir að félagið hafi bent á frá upphafi rannsóknarinnar að aldrei hafi verið grundvöllur fyrir henni, enda hafi hún beinst að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti. „Í því felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi.“ Skapi réttaróvissu um störf allra blaðamanna Um leið og BÍ fagni því að málinu sé nú lokið lýsi félagið þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. „Auk þeirra beinu og verulegu áhrifa sem rannsóknin hefur haft á líf og störf þeirra blaðamanna sem í hlut áttu hefur hún skapað réttaróvissu um störf allra starfandi blaðamanna á Íslandi og haft víðtæk fælingaráhrif. Þótt það sé von BÍ að þetta hafi ekki verið eitt af markmiðum lögreglu með rannsókninni hefur framganga hennar í málinu gert það erfitt að útiloka með öllu að sú sé raunin.“ Fordæmalaus yfirlýsing Þá segir að yfirlýsing sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti opinberlega fyrr í dag um niðurfellingu málsins sé ekki til þess fallin að eyða framangreindum vafa og endurheimta það traust sem fyrri framganga embættisins í málinu hafi grafið undan. Í yfirlýsingunni, sem fá ef nokkur fordæmi séu fyrir í íslenskri réttarframkvæmd, felist ekki hlutlæg greinargerð um lyktir málsins heldur sé þar þvert á móti staðhæft að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem geti flokkast undir brot á almennum hegningarlögum. „BÍ lýsir furðu sinni á þessari yfirlýsingu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem er hvorki í samræmi við niðurstöðu embættisins í málinu né almennar starfsskyldur þess. BÍ mun aðstoða hlutaðeigandi félagsmenn við að leita réttar síns í málinu kjósi þeir að leita hans og jafnframt leggja mat á hvort og þá hvernig brugðist verði við þessu fordæmalausa máli af hálfu félagsins.“ Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá stjórn BÍ segir að félagið hafi bent á frá upphafi rannsóknarinnar að aldrei hafi verið grundvöllur fyrir henni, enda hafi hún beinst að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti. „Í því felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi.“ Skapi réttaróvissu um störf allra blaðamanna Um leið og BÍ fagni því að málinu sé nú lokið lýsi félagið þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. „Auk þeirra beinu og verulegu áhrifa sem rannsóknin hefur haft á líf og störf þeirra blaðamanna sem í hlut áttu hefur hún skapað réttaróvissu um störf allra starfandi blaðamanna á Íslandi og haft víðtæk fælingaráhrif. Þótt það sé von BÍ að þetta hafi ekki verið eitt af markmiðum lögreglu með rannsókninni hefur framganga hennar í málinu gert það erfitt að útiloka með öllu að sú sé raunin.“ Fordæmalaus yfirlýsing Þá segir að yfirlýsing sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti opinberlega fyrr í dag um niðurfellingu málsins sé ekki til þess fallin að eyða framangreindum vafa og endurheimta það traust sem fyrri framganga embættisins í málinu hafi grafið undan. Í yfirlýsingunni, sem fá ef nokkur fordæmi séu fyrir í íslenskri réttarframkvæmd, felist ekki hlutlæg greinargerð um lyktir málsins heldur sé þar þvert á móti staðhæft að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem geti flokkast undir brot á almennum hegningarlögum. „BÍ lýsir furðu sinni á þessari yfirlýsingu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem er hvorki í samræmi við niðurstöðu embættisins í málinu né almennar starfsskyldur þess. BÍ mun aðstoða hlutaðeigandi félagsmenn við að leita réttar síns í málinu kjósi þeir að leita hans og jafnframt leggja mat á hvort og þá hvernig brugðist verði við þessu fordæmalausa máli af hálfu félagsins.“
Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36