Sýknaður eftir meira en 50 ár á dauðadeild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:49 Hakamada í göngutúr á dögunum. AP/Kyodo News Iwao Hakamada, sem dæmdur var til dauða í Japan árið 1968, hefur verið formlega sýknaður. Enginn í heiminum hefur setið lengur á dauðadeild en Hakamada. Hakamada var ákærður fyrir og fundinn sekur um að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra á táningsaldri. Hann var ekki viðstaddur þegar hann var loksins sýknaður, þar sem hann þjáist nú af andlegum veikindum sökum þess að vera vistaður á dauðadeild í meira en hálfa öld. Lík fórnarlambanna fundust þegar tilkynnt var um eldsvoða á heimili þeirra árið 1966. Öll höfðu verið stungin til bana. Hakamada, fyrrverandi boxari sem starfaði í miso-verksmiðju undir stjórn mannsins, var handtekinn. Hideko Hakamada, systir Iwao, tók við heiðursbelti japanskra boxsamtaka árið 2014, eftir að bróðir hennar var látinn laus.Getty/Corbis/Hitoshi Yamada Yfirvöld sökuðu Hakamada um að hafa myrt fjölskylduna, kveikt í heimili þeirra og stolið um það bil 200 þúsund jenum í reiðufé. Hakamada sagðist saklaus en játaði síðar eftir barsmíðar og yfirheyrslur sem stundum vöruðu í allt að tólf tíma. Föt sem fundust í tanki af miso um það bil ári eftir morðin urðu til þess að Hakamadu var fundinn sekur. Dómarinn Hiroaki Murayama komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2014 að fötin hefðu ekki tilheyrt Hakamada og að yfirvöld hefðu líklega komið sönnunargögnunum fyrir. Hakamada var látinn laus 2014 og hefur síðan verið í umsjá systur sinnar, sem er 91 árs. Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hafa aðeins fimm einstaklingar á dauðadeild í Japan fengið mál sín tekin upp. Japan er eitt fárra ríkja þar sem dauðadómar eru enn við lýði og þá búa dæmdir við þann veruleika að fá aðeins nokkurra klukkustunda viðvörun áður en þeir eru hengdir. Japan Erlend sakamál Dauðarefsingar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Hakamada var ákærður fyrir og fundinn sekur um að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra á táningsaldri. Hann var ekki viðstaddur þegar hann var loksins sýknaður, þar sem hann þjáist nú af andlegum veikindum sökum þess að vera vistaður á dauðadeild í meira en hálfa öld. Lík fórnarlambanna fundust þegar tilkynnt var um eldsvoða á heimili þeirra árið 1966. Öll höfðu verið stungin til bana. Hakamada, fyrrverandi boxari sem starfaði í miso-verksmiðju undir stjórn mannsins, var handtekinn. Hideko Hakamada, systir Iwao, tók við heiðursbelti japanskra boxsamtaka árið 2014, eftir að bróðir hennar var látinn laus.Getty/Corbis/Hitoshi Yamada Yfirvöld sökuðu Hakamada um að hafa myrt fjölskylduna, kveikt í heimili þeirra og stolið um það bil 200 þúsund jenum í reiðufé. Hakamada sagðist saklaus en játaði síðar eftir barsmíðar og yfirheyrslur sem stundum vöruðu í allt að tólf tíma. Föt sem fundust í tanki af miso um það bil ári eftir morðin urðu til þess að Hakamadu var fundinn sekur. Dómarinn Hiroaki Murayama komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2014 að fötin hefðu ekki tilheyrt Hakamada og að yfirvöld hefðu líklega komið sönnunargögnunum fyrir. Hakamada var látinn laus 2014 og hefur síðan verið í umsjá systur sinnar, sem er 91 árs. Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hafa aðeins fimm einstaklingar á dauðadeild í Japan fengið mál sín tekin upp. Japan er eitt fárra ríkja þar sem dauðadómar eru enn við lýði og þá búa dæmdir við þann veruleika að fá aðeins nokkurra klukkustunda viðvörun áður en þeir eru hengdir.
Japan Erlend sakamál Dauðarefsingar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira