Sýknaður eftir meira en 50 ár á dauðadeild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:49 Hakamada í göngutúr á dögunum. AP/Kyodo News Iwao Hakamada, sem dæmdur var til dauða í Japan árið 1968, hefur verið formlega sýknaður. Enginn í heiminum hefur setið lengur á dauðadeild en Hakamada. Hakamada var ákærður fyrir og fundinn sekur um að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra á táningsaldri. Hann var ekki viðstaddur þegar hann var loksins sýknaður, þar sem hann þjáist nú af andlegum veikindum sökum þess að vera vistaður á dauðadeild í meira en hálfa öld. Lík fórnarlambanna fundust þegar tilkynnt var um eldsvoða á heimili þeirra árið 1966. Öll höfðu verið stungin til bana. Hakamada, fyrrverandi boxari sem starfaði í miso-verksmiðju undir stjórn mannsins, var handtekinn. Hideko Hakamada, systir Iwao, tók við heiðursbelti japanskra boxsamtaka árið 2014, eftir að bróðir hennar var látinn laus.Getty/Corbis/Hitoshi Yamada Yfirvöld sökuðu Hakamada um að hafa myrt fjölskylduna, kveikt í heimili þeirra og stolið um það bil 200 þúsund jenum í reiðufé. Hakamada sagðist saklaus en játaði síðar eftir barsmíðar og yfirheyrslur sem stundum vöruðu í allt að tólf tíma. Föt sem fundust í tanki af miso um það bil ári eftir morðin urðu til þess að Hakamadu var fundinn sekur. Dómarinn Hiroaki Murayama komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2014 að fötin hefðu ekki tilheyrt Hakamada og að yfirvöld hefðu líklega komið sönnunargögnunum fyrir. Hakamada var látinn laus 2014 og hefur síðan verið í umsjá systur sinnar, sem er 91 árs. Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hafa aðeins fimm einstaklingar á dauðadeild í Japan fengið mál sín tekin upp. Japan er eitt fárra ríkja þar sem dauðadómar eru enn við lýði og þá búa dæmdir við þann veruleika að fá aðeins nokkurra klukkustunda viðvörun áður en þeir eru hengdir. Japan Erlend sakamál Dauðarefsingar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hakamada var ákærður fyrir og fundinn sekur um að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra á táningsaldri. Hann var ekki viðstaddur þegar hann var loksins sýknaður, þar sem hann þjáist nú af andlegum veikindum sökum þess að vera vistaður á dauðadeild í meira en hálfa öld. Lík fórnarlambanna fundust þegar tilkynnt var um eldsvoða á heimili þeirra árið 1966. Öll höfðu verið stungin til bana. Hakamada, fyrrverandi boxari sem starfaði í miso-verksmiðju undir stjórn mannsins, var handtekinn. Hideko Hakamada, systir Iwao, tók við heiðursbelti japanskra boxsamtaka árið 2014, eftir að bróðir hennar var látinn laus.Getty/Corbis/Hitoshi Yamada Yfirvöld sökuðu Hakamada um að hafa myrt fjölskylduna, kveikt í heimili þeirra og stolið um það bil 200 þúsund jenum í reiðufé. Hakamada sagðist saklaus en játaði síðar eftir barsmíðar og yfirheyrslur sem stundum vöruðu í allt að tólf tíma. Föt sem fundust í tanki af miso um það bil ári eftir morðin urðu til þess að Hakamadu var fundinn sekur. Dómarinn Hiroaki Murayama komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2014 að fötin hefðu ekki tilheyrt Hakamada og að yfirvöld hefðu líklega komið sönnunargögnunum fyrir. Hakamada var látinn laus 2014 og hefur síðan verið í umsjá systur sinnar, sem er 91 árs. Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hafa aðeins fimm einstaklingar á dauðadeild í Japan fengið mál sín tekin upp. Japan er eitt fárra ríkja þar sem dauðadómar eru enn við lýði og þá búa dæmdir við þann veruleika að fá aðeins nokkurra klukkustunda viðvörun áður en þeir eru hengdir.
Japan Erlend sakamál Dauðarefsingar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira