Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 06:48 Adams hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. Demókratinn Adams var kosinn borgarstjóri New York fyrir þremur árum og hét því meðal annars að taka á glæpum í stórborginni. Hann og starfsmenn framboðs hans hafa hins vegar sætt lögreglurannsókn, þar sem meðal annars var til skoðunar hvort framboðið hefði tekið við ólöglegum framlögum frá stjórnvöldum í Tyrklandi. Adams mun vera fyrsti sitjandi borgarstjórinn í sögu New York borgar sem sætir alríkisákærum. The indictment of NYC Mayor Eric Adams comes after a monthslong federal investigation into campaign fundraising violations and foreign influence. We don't know what charges he's facing at this time. pic.twitter.com/BQs7PwEYoL— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) September 26, 2024 Gert er ráð fyrir því að yfirvöld uppljóstri í dag fyrir hvað Adams er ákærður og í framhaldinu verði honum gert að mæta fyrir dómara. Adams gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist saklaus. Hann hefði alltaf vitað að hann yrði skotmark ef hann stæði fastur á sínu fyrir íbúa New York. Sagðist hann myndu grípa til varna gegn ásökununum. Umrædd rannsókn og aðrar sem hafa staðið yfir á samstarfsmönnum Adams hafa valdið borgarstjóranum miklum vandræðum en hann undirbýr nú að sækjast eftir endurkjöri. Áköll eftir því að hann segi af sér hafa orðið háværari á síðustu vikum. Þinkonan Alexandria Ocasio-Cortez er meðal þeirra sem hefur sagt ómögulegt fyrir Adams að halda áfram úr því sem komið er. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Demókratinn Adams var kosinn borgarstjóri New York fyrir þremur árum og hét því meðal annars að taka á glæpum í stórborginni. Hann og starfsmenn framboðs hans hafa hins vegar sætt lögreglurannsókn, þar sem meðal annars var til skoðunar hvort framboðið hefði tekið við ólöglegum framlögum frá stjórnvöldum í Tyrklandi. Adams mun vera fyrsti sitjandi borgarstjórinn í sögu New York borgar sem sætir alríkisákærum. The indictment of NYC Mayor Eric Adams comes after a monthslong federal investigation into campaign fundraising violations and foreign influence. We don't know what charges he's facing at this time. pic.twitter.com/BQs7PwEYoL— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) September 26, 2024 Gert er ráð fyrir því að yfirvöld uppljóstri í dag fyrir hvað Adams er ákærður og í framhaldinu verði honum gert að mæta fyrir dómara. Adams gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist saklaus. Hann hefði alltaf vitað að hann yrði skotmark ef hann stæði fastur á sínu fyrir íbúa New York. Sagðist hann myndu grípa til varna gegn ásökununum. Umrædd rannsókn og aðrar sem hafa staðið yfir á samstarfsmönnum Adams hafa valdið borgarstjóranum miklum vandræðum en hann undirbýr nú að sækjast eftir endurkjöri. Áköll eftir því að hann segi af sér hafa orðið háværari á síðustu vikum. Þinkonan Alexandria Ocasio-Cortez er meðal þeirra sem hefur sagt ómögulegt fyrir Adams að halda áfram úr því sem komið er.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira