Yfirskrift fundarins er Orka til framtíðar: Atvinnulíf, sókn og ábyrg þróun. Fundurinn fjallar um áskoranir og tækifæri á sviði orkumála og hvernig Ísland getur nýtt auðlindir sínar á ábyrgan hátt með hag almennings og atvinnulífs að leiðarljósi.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flytur ávarp. Sérfræðingar Orkustofnunar kynna nýjustu gögn og greiningar á sviði orkumála. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, stýrir pallborðsumræðum um nýsköpunartækifæri í orkumálum.
Marit Brömmer, formaður Alþjóða jarðhitasambandsins, fjallar um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í orkumálum og sjálfbærni.