Arteta varðist ásökunum: „Þá væri ég mjög tregur“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 07:31 Mikel Arteta fer yfir málin með Gabriel Jesus á Etihad-leikvanginum á sunnudaginn. Getty/James Gill Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir ekkert athugavert við það hvernig lið hans spilaði í 2-2 jafnteflinu við Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira