Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Storytel 2. október 2024 11:02 Rithöfundahjónin Bragi Páll Sigurðarson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifuðu saman fjórar nýjar hrollvekjandi sögur fyrir bókaflokkinn Hrekkjavökur. Þar fá lesendur að kynnast allskyns kynjaverum og hrikalegum skepnum sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga. Myndir/Eva Schram Rithöfundahjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson hafa sameinað krafta sína og skapað fjórar nýjar hrollvekjandi sögur fyrir bókaflokkinn Hrekkjavökur hjá Storytel. Það má segja að bókaflokkurinn innihaldi bæði hryllilegar og fyndnar sögur sem eru sérstaklega ætlaðar hugrökkum börnum. Í þeim mæta lesendur allskyns kynjaverum og hrikalegum skepnum sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga. Í sögunum fjórum setja höfundarnir allar þessar ófreskjur í nýjan og spennandi búning. „Hugmyndin kviknaði út frá því að börnin okkar elska hrekkjavökuna og við erum bæði miklir hrollvekjuunnendur,“ segir Bergþóra. „Eins og svo oft vill gerast, þegar listamenn eignast börn, fara þeir að skapa eitthvað af sjálfselskum hvötum. Okkur fannst vanta meira af hrollvekjandi efni fyrir börnin okkar sem eru fimm og níu ára gömul og miklir aðdáendur hryllings.“ Alexandra Steinþórsdóttir hannað kápurnar. Sjálf las hún Goosebumps og allar þjóðsögur Jóns Árnasonar þegar hún var krakki. „Ég fékk því þá hugmynd að blanda þessum tveimur bókmenntategundum saman. Að gera hrollvekjandi sögur byggðar á þessum amerísku og íslensku hefðum. Bragi var auðvitað strax til og fór að útfæra þetta með mér en hann er mikill þjóðsagnanörd. Þessar fjórar sögur eru því byggðar á hugmyndum um umskiptinga, fylgjur, fjörulalla og Sæmund fróða - en færðar inn í nútímann.“ Eins og börnum sé ekki treyst fyrir hryllingi lengur Bragi Páll segir þau hjónin elska bæði gömul ævintýri og þjóðsögur. Eitthvað hafi þó gerst á undanförnum árum sem hefur gert það að verkum að broddurinn hefur verið fjarlægður úr mörgum af gömlu ævintýrunum. „Það er eins og börnum sé ekki treyst fyrir hrylling lengur, sem er mjög miður. Ég hef til dæmis orðið var við að börnunum mínum finnst sögur þeim mun skemmtilegri og meira spennandi sem þær eru viðbjóðslegri og óþægilegri.“ Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að hryllingssögur geti dregið úr kvíða hjá börnum. „Eitthvað við það að upplifa ótta í takmarkaðan tíma en geta svo klárað söguna, lokað bókinni og séð að allt er enn í lagi. Að kvíðinn einn og sér er ekki hættulegur. Þetta styrkir börnin í að takast á við krefjandi tilfinningar án þess að láta þær stýra sér eða lama. Þetta er kannski hátíðlegt, en mig að minnsta kosti langaði að skrifa hrollvekju sem ögraði börnunum.“ Alltaf að kasta hugmyndum á milli sín Bragi Páll og Bergþóra eru bæði þekktir rithöfundar en þetta er í fyrsta skiptið sem þau skrifa fyrir börn og unglinga. Þótt þau hafi ekki áður gefið út bækur í sameiningu hefur samvinna þeirra heima fyrir alltaf verið mikil. „Ég held að við höfum að vissu leyti skrifað allar bækurnar okkar saman, þó sá aðili sem mest potar í lyklaborðið sé á endanum sá sem skrifaður er á kápuna,“ segir Bragi Páll. „Við erum stöðugt að kasta á milli okkar hugmyndum að sögum og úrvinnslum, lesa fyrir hvort annað og koma með tillögur að lagfæringum.“ Það má því segja að þau hafi gengið inn í þetta verkefni í mjög góðri æfingu með að skrifa saman. „Við unnum þetta verkefni þannig að við kokkuðum upp hugmyndirnar að sögunum og framvinduna innan þeirra saman, settumst svo niður sitt í hvoru lagi og skrifuðum út bróðurpartinn. Að því loknu fórum við að lesa hjá hvort öðru og koma með hugmyndir að lagfæringum, í samstarfi við Katrínu Lilju Jónsdóttur ritstjóra, sem var orðin eins og þriðja hjólið í okkar sambandi á tímabili.“ Bergþóra tekur undir orð Braga Páls. „Við vinnum mikið saman og þó að við höfum í raun skrifað tvær sögur á mann í þessari seríu að þá unnum við mjög náið saman í gegnum allt ferlið. Svo er bara gaman að vera skráð fyrir öllum sögunum saman, það eru kannski ekki margir sem myndu átta sig á því hvort skrifaði hvað.“ Spennandi tilhugsun að vera fyrsta ástin hjá ungum lesendum Eigum við von á fleiri bókum í þessari seríu eða öðrum bókum fyrir börn og unglinga? „Ég persónulega er mjög spenntur fyrir því að halda áfram,“ segir Bragi Páll. „Mín ást á lestri hófst þegar ég var barn, eins og ég held að sé hjá flestum. Þess vegna finnst mér mjög spennandi að eiga möguleikann á því að vera fyrsta ástin hjá ungum lesendum. Hugmyndirnar að þessum sögum spretta allar upp úr íslensku þjóðsögunum. Þar er heill hellingur af hugmyndum sem við eigum enn eftir að vinna úr, þannig ég er mjög gíraður fyrir því að halda áfram að færa þennan menningararf í nútímalegan búning.“ „Ég tek undir með Braga og er sjálf mjög spennt fyrir því að halda áfram með þessa seríu. Það er svo mikið í þjóðsagnaarfi okkar sem er svo ótrúlega áhugavert og það er svo mikið frelsi í því að skrifa og skapa veröld sem byggir á þessum þjóðsögum en er færð inn í nútímann. En það verður auðvitað bara að koma svo í ljós hvað verður með framhaldið.“ Feta í fótspor Lennon og McCartney Er ekki mikil spenna á heimilinu yfir útgáfu á þessu samvinnuverkefni ykkar og er hún eitthvað öðruvísi en þegar hefðbundnar skáldsögur eftir ykkur koma út? „Það er mjög góð spurning,“ segir Bragi. „Nú er einmitt að koma út hjá mér skáldsaga í haust, mín fjórða, en þetta er í fyrsta skiptið sem við prófum eitthvað svona. Fyrsta skiptið sem við skrifum saman og erum bæði skráð fyrir sögum, eins og Lennon og McCartney. Fyrsta sinn sem við skrifum eiginlega hryllingssögur, þó það gerist vissulega hryllingur í skáldsögunum okkar.“ Þetta er líka í fyrsta sinn sem sögur eftir þau hjónin koma aðeins út á hljóðbók. „Svo er heilmikil eftirvinnsla í gangi, þar sem bætt er inn í sögurnar draugalegum hljóðum, tónlist og fleira, þannig útkoman verður nánast eins og útvarpsleikhús. Þannig með fullri virðingu fyrir þessum ágætu skáldsögum okkar sem stanslaust eru að gubbast út, þá er ég mun spenntari fyrir þessum.“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa eitthvað sem börnin mín mega lesa, þeim að skaðlausu, svo ég er mjög spennt að fá viðbrögð þeirra og vina þeirra,“ bætir Bergþóra við. „Þau hlusta mikið á hljóðbækur á meðan að þau eru að leika sér og áður en þau fara að sofa og svona og við lesum svo auðvitað fyrir þau líka. Þess vegna fannst okkur hljóðbókarformið spennandi að þessu sinni“ Hún segir börn vera svo heiðarleg og afdráttarlaus í viðbrögðum sínum og því séu þau líka mjög stressuð. „En við höfum lesið eitthvað af þessu fyrir börnin okkar og þau voru að minnsta kosti frekar sátt svo ég vona að það sé góðs viti. Við lögðum mjög mikinn metnað í bækurnar, að þær væru ekki á neinn hátt verri eða metnaðarlausari en það sem við skrifum fyrir fullorðna, einmitt þvert á móti.“ Hlustaðu á Hrekkjavökur á Storytel í skemmtilegum lestri leikaranna Rúnars Freys Gíslasonar, Ásthildar Úu Sigurðardóttur og Vignis Rafns Valþórssonar. Bókmenntir Menning Mest lesið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Margot Robbie orðin mamma Lífið Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Fleiri fréttir Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi „Bio-Kult er eitt af því sem er alltaf til á okkar heimili“ Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Sjá meira
Það má segja að bókaflokkurinn innihaldi bæði hryllilegar og fyndnar sögur sem eru sérstaklega ætlaðar hugrökkum börnum. Í þeim mæta lesendur allskyns kynjaverum og hrikalegum skepnum sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga. Í sögunum fjórum setja höfundarnir allar þessar ófreskjur í nýjan og spennandi búning. „Hugmyndin kviknaði út frá því að börnin okkar elska hrekkjavökuna og við erum bæði miklir hrollvekjuunnendur,“ segir Bergþóra. „Eins og svo oft vill gerast, þegar listamenn eignast börn, fara þeir að skapa eitthvað af sjálfselskum hvötum. Okkur fannst vanta meira af hrollvekjandi efni fyrir börnin okkar sem eru fimm og níu ára gömul og miklir aðdáendur hryllings.“ Alexandra Steinþórsdóttir hannað kápurnar. Sjálf las hún Goosebumps og allar þjóðsögur Jóns Árnasonar þegar hún var krakki. „Ég fékk því þá hugmynd að blanda þessum tveimur bókmenntategundum saman. Að gera hrollvekjandi sögur byggðar á þessum amerísku og íslensku hefðum. Bragi var auðvitað strax til og fór að útfæra þetta með mér en hann er mikill þjóðsagnanörd. Þessar fjórar sögur eru því byggðar á hugmyndum um umskiptinga, fylgjur, fjörulalla og Sæmund fróða - en færðar inn í nútímann.“ Eins og börnum sé ekki treyst fyrir hryllingi lengur Bragi Páll segir þau hjónin elska bæði gömul ævintýri og þjóðsögur. Eitthvað hafi þó gerst á undanförnum árum sem hefur gert það að verkum að broddurinn hefur verið fjarlægður úr mörgum af gömlu ævintýrunum. „Það er eins og börnum sé ekki treyst fyrir hrylling lengur, sem er mjög miður. Ég hef til dæmis orðið var við að börnunum mínum finnst sögur þeim mun skemmtilegri og meira spennandi sem þær eru viðbjóðslegri og óþægilegri.“ Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að hryllingssögur geti dregið úr kvíða hjá börnum. „Eitthvað við það að upplifa ótta í takmarkaðan tíma en geta svo klárað söguna, lokað bókinni og séð að allt er enn í lagi. Að kvíðinn einn og sér er ekki hættulegur. Þetta styrkir börnin í að takast á við krefjandi tilfinningar án þess að láta þær stýra sér eða lama. Þetta er kannski hátíðlegt, en mig að minnsta kosti langaði að skrifa hrollvekju sem ögraði börnunum.“ Alltaf að kasta hugmyndum á milli sín Bragi Páll og Bergþóra eru bæði þekktir rithöfundar en þetta er í fyrsta skiptið sem þau skrifa fyrir börn og unglinga. Þótt þau hafi ekki áður gefið út bækur í sameiningu hefur samvinna þeirra heima fyrir alltaf verið mikil. „Ég held að við höfum að vissu leyti skrifað allar bækurnar okkar saman, þó sá aðili sem mest potar í lyklaborðið sé á endanum sá sem skrifaður er á kápuna,“ segir Bragi Páll. „Við erum stöðugt að kasta á milli okkar hugmyndum að sögum og úrvinnslum, lesa fyrir hvort annað og koma með tillögur að lagfæringum.“ Það má því segja að þau hafi gengið inn í þetta verkefni í mjög góðri æfingu með að skrifa saman. „Við unnum þetta verkefni þannig að við kokkuðum upp hugmyndirnar að sögunum og framvinduna innan þeirra saman, settumst svo niður sitt í hvoru lagi og skrifuðum út bróðurpartinn. Að því loknu fórum við að lesa hjá hvort öðru og koma með hugmyndir að lagfæringum, í samstarfi við Katrínu Lilju Jónsdóttur ritstjóra, sem var orðin eins og þriðja hjólið í okkar sambandi á tímabili.“ Bergþóra tekur undir orð Braga Páls. „Við vinnum mikið saman og þó að við höfum í raun skrifað tvær sögur á mann í þessari seríu að þá unnum við mjög náið saman í gegnum allt ferlið. Svo er bara gaman að vera skráð fyrir öllum sögunum saman, það eru kannski ekki margir sem myndu átta sig á því hvort skrifaði hvað.“ Spennandi tilhugsun að vera fyrsta ástin hjá ungum lesendum Eigum við von á fleiri bókum í þessari seríu eða öðrum bókum fyrir börn og unglinga? „Ég persónulega er mjög spenntur fyrir því að halda áfram,“ segir Bragi Páll. „Mín ást á lestri hófst þegar ég var barn, eins og ég held að sé hjá flestum. Þess vegna finnst mér mjög spennandi að eiga möguleikann á því að vera fyrsta ástin hjá ungum lesendum. Hugmyndirnar að þessum sögum spretta allar upp úr íslensku þjóðsögunum. Þar er heill hellingur af hugmyndum sem við eigum enn eftir að vinna úr, þannig ég er mjög gíraður fyrir því að halda áfram að færa þennan menningararf í nútímalegan búning.“ „Ég tek undir með Braga og er sjálf mjög spennt fyrir því að halda áfram með þessa seríu. Það er svo mikið í þjóðsagnaarfi okkar sem er svo ótrúlega áhugavert og það er svo mikið frelsi í því að skrifa og skapa veröld sem byggir á þessum þjóðsögum en er færð inn í nútímann. En það verður auðvitað bara að koma svo í ljós hvað verður með framhaldið.“ Feta í fótspor Lennon og McCartney Er ekki mikil spenna á heimilinu yfir útgáfu á þessu samvinnuverkefni ykkar og er hún eitthvað öðruvísi en þegar hefðbundnar skáldsögur eftir ykkur koma út? „Það er mjög góð spurning,“ segir Bragi. „Nú er einmitt að koma út hjá mér skáldsaga í haust, mín fjórða, en þetta er í fyrsta skiptið sem við prófum eitthvað svona. Fyrsta skiptið sem við skrifum saman og erum bæði skráð fyrir sögum, eins og Lennon og McCartney. Fyrsta sinn sem við skrifum eiginlega hryllingssögur, þó það gerist vissulega hryllingur í skáldsögunum okkar.“ Þetta er líka í fyrsta sinn sem sögur eftir þau hjónin koma aðeins út á hljóðbók. „Svo er heilmikil eftirvinnsla í gangi, þar sem bætt er inn í sögurnar draugalegum hljóðum, tónlist og fleira, þannig útkoman verður nánast eins og útvarpsleikhús. Þannig með fullri virðingu fyrir þessum ágætu skáldsögum okkar sem stanslaust eru að gubbast út, þá er ég mun spenntari fyrir þessum.“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa eitthvað sem börnin mín mega lesa, þeim að skaðlausu, svo ég er mjög spennt að fá viðbrögð þeirra og vina þeirra,“ bætir Bergþóra við. „Þau hlusta mikið á hljóðbækur á meðan að þau eru að leika sér og áður en þau fara að sofa og svona og við lesum svo auðvitað fyrir þau líka. Þess vegna fannst okkur hljóðbókarformið spennandi að þessu sinni“ Hún segir börn vera svo heiðarleg og afdráttarlaus í viðbrögðum sínum og því séu þau líka mjög stressuð. „En við höfum lesið eitthvað af þessu fyrir börnin okkar og þau voru að minnsta kosti frekar sátt svo ég vona að það sé góðs viti. Við lögðum mjög mikinn metnað í bækurnar, að þær væru ekki á neinn hátt verri eða metnaðarlausari en það sem við skrifum fyrir fullorðna, einmitt þvert á móti.“ Hlustaðu á Hrekkjavökur á Storytel í skemmtilegum lestri leikaranna Rúnars Freys Gíslasonar, Ásthildar Úu Sigurðardóttur og Vignis Rafns Valþórssonar.
Bókmenntir Menning Mest lesið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Margot Robbie orðin mamma Lífið Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Fleiri fréttir Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi „Bio-Kult er eitt af því sem er alltaf til á okkar heimili“ Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Sjá meira