Tvö hundruð milljónir í baráttuna um Bessastaði Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 16:15 Frambjóðendurnir sex sem tóku þátt í sjónvarpskappræðum Stöðvar 2 eyddu á bilinu tíu til 57 milljónir króna í framboð sín. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna. Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Sjá meira
Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Sjá meira
Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44
Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54
Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20
Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07