Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 08:32 Ísak Snær Þorvaldsson skoraði glæsilegt mark gegn ÍA í gærkvöld. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna þrátt fyrir erfiða stöðu heimamanna í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni í 1-0 með góðu skoti eftir frábæran sprett Óla Vals Ómarssonar, og Adolf Daði Birgisson jók muninn í 2-0. Albin Skoglund minnkaði muninn eftir undirbúning Patrick Pedersen en það var svo Gylfi sem jafnaði metin upp á eigin spýtur, með frábæru skoti. Klippa: Mörk Vals og Stjörnunnar Í Kópavogi vann Breiðablik 2-0 sigur gegn ÍA. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en þá átti Davíð Ingvarsson fyrirgjöf sem fór af Johannesi Vall og í mark ÍA. Ísak Snær skrúfaði svo boltann frábærlega í slá og inn undir lok leiks, og innsiglaði sigur Blika. Breiðablik er þar með með þriggja stiga forskot á Víkinga sem eiga til góða leik við FH á morgun. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍA Á sunnudag gerðu KR og Vestri 2-2 jafntefli í Vesturbænum. Atli Sigurjónsson kom KR yfir með skalla rétt fyrir hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu en Benoný Breki Andrésson kom KR yfir á nýjan leik. Vestri jafnaði metin svo korteri fyrir leikslok og er markið skráð á Gustav Kjeldsen, þó að skallinn fari svo af Jóni Arnari Sigurðssyni í netið. Klippa: Mörk KR og Vestra Fram vann svo 2-0 sigur gegn Fylki sem situr á botni deildarinnar, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Alex Freyr Elísson skoraði það fyrra með frábæru skoti í stöng og inn, og Magnús Þórðarson vann boltann af vörn Fylkis og skoraði það seinna. Klippa: Mörk Fram gegn Fylki Besta deild karla Breiðablik ÍA KR Fylkir Fram Valur Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08 Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04 Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna þrátt fyrir erfiða stöðu heimamanna í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni í 1-0 með góðu skoti eftir frábæran sprett Óla Vals Ómarssonar, og Adolf Daði Birgisson jók muninn í 2-0. Albin Skoglund minnkaði muninn eftir undirbúning Patrick Pedersen en það var svo Gylfi sem jafnaði metin upp á eigin spýtur, með frábæru skoti. Klippa: Mörk Vals og Stjörnunnar Í Kópavogi vann Breiðablik 2-0 sigur gegn ÍA. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en þá átti Davíð Ingvarsson fyrirgjöf sem fór af Johannesi Vall og í mark ÍA. Ísak Snær skrúfaði svo boltann frábærlega í slá og inn undir lok leiks, og innsiglaði sigur Blika. Breiðablik er þar með með þriggja stiga forskot á Víkinga sem eiga til góða leik við FH á morgun. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍA Á sunnudag gerðu KR og Vestri 2-2 jafntefli í Vesturbænum. Atli Sigurjónsson kom KR yfir með skalla rétt fyrir hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu en Benoný Breki Andrésson kom KR yfir á nýjan leik. Vestri jafnaði metin svo korteri fyrir leikslok og er markið skráð á Gustav Kjeldsen, þó að skallinn fari svo af Jóni Arnari Sigurðssyni í netið. Klippa: Mörk KR og Vestra Fram vann svo 2-0 sigur gegn Fylki sem situr á botni deildarinnar, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Alex Freyr Elísson skoraði það fyrra með frábæru skoti í stöng og inn, og Magnús Þórðarson vann boltann af vörn Fylkis og skoraði það seinna. Klippa: Mörk Fram gegn Fylki
Besta deild karla Breiðablik ÍA KR Fylkir Fram Valur Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08 Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04 Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08
Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04
Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00