Haaland ekki refsað Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 12:31 Það virðist grunnt á því góða á milli þeirra Erling Haaland og Gabriels. Getty/Michael Regan Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á meðan að samherjar Haalands glöddust yfir markinu og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Arsenal-mönnum, sem voru nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta liðið í tvö ár til að vinna City á útivelli, þá ákvað Norðmaðurinn að strá salti í sár Gabriels með því að kasta boltanum í höfuð hans. Dómari leiksins, Michael Oliver, annað hvort sá ekki atvikið eða kaus að aðhafast ekkert vegna þess, en Haaland virðist ekki þurfa að kvíða því að brugðist verði við athæfi hans eftir á. Sky Sports fullyrðir að Haaland muni ekki verða refsað, og segir að myndbandsdómari hafi metið atvikið á meðan á leik stóð og ekki talið nauðsynlegt að grípa inn í. 🚨🇳🇴 Erling Haaland not expected to face any retrospective punishment for throwing the ball at the back of Gabriel Magalhaes' head.VAR reviewed the incident at the time, and deemed no action was necessary, @Jack_Gaughan reports. pic.twitter.com/e714HRzizu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Haaland lét miðverði Arsenal finna vel fyrir sér í leiknum og hann skoraði þegar City komst yfir snemma leiks. Arsenal sneri stöðunni í 2-1 fyrir hálfleik en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald rétt fyrir hléið. Seinni hálfleikur var svo eign City en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í blálokin þegar John Stones skoraði. Alan Shearer kom Haaland til varnar í þættinum Match of the Day 2, og vildi ekki meina að hann ætti skilið refsingu fyrir að kasta boltanum í höfuð Gabriels. „Mér fannst enginn skaði í þessu. Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann en varðandi baráttuhug og einvígin úti á vellinum þá var þetta mjög spennandi leikur,“ sagði Shearer. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Á meðan að samherjar Haalands glöddust yfir markinu og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Arsenal-mönnum, sem voru nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta liðið í tvö ár til að vinna City á útivelli, þá ákvað Norðmaðurinn að strá salti í sár Gabriels með því að kasta boltanum í höfuð hans. Dómari leiksins, Michael Oliver, annað hvort sá ekki atvikið eða kaus að aðhafast ekkert vegna þess, en Haaland virðist ekki þurfa að kvíða því að brugðist verði við athæfi hans eftir á. Sky Sports fullyrðir að Haaland muni ekki verða refsað, og segir að myndbandsdómari hafi metið atvikið á meðan á leik stóð og ekki talið nauðsynlegt að grípa inn í. 🚨🇳🇴 Erling Haaland not expected to face any retrospective punishment for throwing the ball at the back of Gabriel Magalhaes' head.VAR reviewed the incident at the time, and deemed no action was necessary, @Jack_Gaughan reports. pic.twitter.com/e714HRzizu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Haaland lét miðverði Arsenal finna vel fyrir sér í leiknum og hann skoraði þegar City komst yfir snemma leiks. Arsenal sneri stöðunni í 2-1 fyrir hálfleik en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald rétt fyrir hléið. Seinni hálfleikur var svo eign City en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í blálokin þegar John Stones skoraði. Alan Shearer kom Haaland til varnar í þættinum Match of the Day 2, og vildi ekki meina að hann ætti skilið refsingu fyrir að kasta boltanum í höfuð Gabriels. „Mér fannst enginn skaði í þessu. Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann en varðandi baráttuhug og einvígin úti á vellinum þá var þetta mjög spennandi leikur,“ sagði Shearer.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira