Það voru heimamenn í Rayo Vallecano sem tóku forystuna á 35. mínútu þegar Isi Palazon kom boltanum í netið og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.
Madrídingar jöfnuðu hins vegar metin snemma í síðari hálfleik með marki frá Conor Gallagher eftir stoðsendingu frá Alexander Sorloth og þar við sat.
Niðurstaðan því 1-1 jafntefli, en þetta var þriðja jafntefli gestanna í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Madrídingar geta þó huggað sig við það að liðið á enn eftir að tapa leik, en Atlético Madrid situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki, fjórum stigum meira en Rayo Vallecano sem situr í níunda sæti.