„Endum leikinn sem betra liðið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 22. september 2024 17:22 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Pawel Vestri sóttu eitt stig á Meistaravelli í dag er liðið heimsótti KR í fyrstu umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir frábæran seinni hálfleik. Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“ Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“
Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira