Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 13:07 Bræðurnir sameinaðir að nýju, Roger til vinstri og Luis Armando til hægri, 73 árum eftir að þeim síðarnefnda var rænt. Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu. Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári. Bandaríkin Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári.
Bandaríkin Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira