Jafnt hjá PSG og Galatasaray vann stórleikinn í Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 21:32 Mörk sem skipta miklu máli. EPA-EFE/ERDEM SAHIN Frakklandsmeistarar París Saint-Germain gerðu nokkuð óvænt 1-1 jafntefli við Reims í efstu deild karla þar í landi. Þá vann Galatasaray 3-1 sigur á Fenerbahçe í uppgjöri toppliða Tyrklands. Keito Nakamura kom Reims yfir strax á 9. mínútu og tók það PSG sinn tíma að ranka við sér eftir það högg. Var sem það væri Meistaradeildar-þynnka í PSG liðinu sem var langt frá sínu besta. Á 68. mínútu jafnaði Ousmane Dembélé metin og þar við sat, lokatölur 1-1. PSG vissulega mun meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en það dugði ekki til í kvöld. Merci aux supporters présents à Reims ❤️💙 #SDRPSG I #Ligue1 pic.twitter.com/IQNXfRt5Fh— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 21, 2024 Parísarliðið er eitt á toppi deildarinnar með 13 stig en bæði Marseille og Monaco geta jafnað það að stigum. Stórleikurinn í Tyrklandi stóð undir væntingum hvað varðar læti og skemmtanagildi en lærisveinar José Mourinho í Fenerbahçe voru á heimavelli. Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. José ekki sáttur.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Fyrsta mark leiksins reyndist sjálfsmark en Lucas Torreira, miðjumaður Galatasaray, átti þá þrumuskot í stöngina. Þaðan fór boltinn í bakið á Dominik Livaković og í netið. Sjálfsmark hjá markverðinum og gestirnir komnir yfir. Á 28. mínútu skoruðu gestirnir aftur og að þessu sinni var ekki um neitt sjálfsmark að ræða. Victor Osimhen notaði þá brjóstkassann til að leggja boltann svona líka snyrtilega á Dries Mertens sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Livaković. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-2. Leikmenn Galatasaray fagna.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Gabriel Sara gerði svo í raun út um leikinn þegar tæp klukkustund var liðin með þriðja marki gestanna. Edin Džeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3. Galatasaray er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum sex umferðum á meðan lærisveinar Mourinho eru í 2. sæti með 13 stig, fimm minna en toppliðið. Fótbolti Franski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood Sjá meira
Keito Nakamura kom Reims yfir strax á 9. mínútu og tók það PSG sinn tíma að ranka við sér eftir það högg. Var sem það væri Meistaradeildar-þynnka í PSG liðinu sem var langt frá sínu besta. Á 68. mínútu jafnaði Ousmane Dembélé metin og þar við sat, lokatölur 1-1. PSG vissulega mun meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en það dugði ekki til í kvöld. Merci aux supporters présents à Reims ❤️💙 #SDRPSG I #Ligue1 pic.twitter.com/IQNXfRt5Fh— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 21, 2024 Parísarliðið er eitt á toppi deildarinnar með 13 stig en bæði Marseille og Monaco geta jafnað það að stigum. Stórleikurinn í Tyrklandi stóð undir væntingum hvað varðar læti og skemmtanagildi en lærisveinar José Mourinho í Fenerbahçe voru á heimavelli. Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. José ekki sáttur.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Fyrsta mark leiksins reyndist sjálfsmark en Lucas Torreira, miðjumaður Galatasaray, átti þá þrumuskot í stöngina. Þaðan fór boltinn í bakið á Dominik Livaković og í netið. Sjálfsmark hjá markverðinum og gestirnir komnir yfir. Á 28. mínútu skoruðu gestirnir aftur og að þessu sinni var ekki um neitt sjálfsmark að ræða. Victor Osimhen notaði þá brjóstkassann til að leggja boltann svona líka snyrtilega á Dries Mertens sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Livaković. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-2. Leikmenn Galatasaray fagna.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Gabriel Sara gerði svo í raun út um leikinn þegar tæp klukkustund var liðin með þriðja marki gestanna. Edin Džeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3. Galatasaray er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum sex umferðum á meðan lærisveinar Mourinho eru í 2. sæti með 13 stig, fimm minna en toppliðið.
Fótbolti Franski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood Sjá meira