Innlent

Bið eftir NPA-þjónustu og eftir­spurn eftir sæðisgjöfum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Maður, sem er með MND-sjúkdóminn, hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Dæmi eru um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem upp hafa komið að undanförnu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, ræðir málið í beinni útsendingu.

Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. Við kynnum okkur málið í fréttatímanum.

Við fáum prófessor í grafískri hönnun til að rýna í nýtt merki Alþingis, sem skiptar skoðanir hafa verið um. Hann segir eðlilegt að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt.

Og við verðum í beinni útsendingu frá Bakgarðshlaupinu, sem fer fram í Heiðmörk um helgina.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×