Innlent

Sveitar­fé­lögin krefja ríkið svara um NPA

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei.

Einnig verður rætt við lögreglustjórann á Suðurnesjum sem er afar gagnrýninn á innra eftirlit á Schengen svæðinu en fjölmargir eru nú í varðhaldi hjá honum sem hafa verið stöðvaðir við komuna til landsins frá Evrópu.

Að auki verður rætt við bæjarstjórann á Akureyri sem fagnar því að ný Umhverfis- og orkustofnun verði með höfuðstöðvar sínar í bænum og þá heyrum við í hamskera hjá Nátttúrustofnun sem tók á móti hræi hvítabjarnarins sem var felldur í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×