Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2024 08:31 David Raya ver ótrúlega frá Mateo Retegui. getty/Roberto Tommasini Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02
Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02