Atlético lagði sprækt lið Leipzig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 21:29 Antoine Griezmann reyndist hetja heimaliðsins í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02