Golf

Guð­rún Brá í góðri stöðu eftir sinn besta árangur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Brá er í góðri stöðu eftir góða spilamennsku um helgina.
Guðrún Brá er í góðri stöðu eftir góða spilamennsku um helgina. Getty Images/Charles McQuillan

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék frábærlega á LET Access-mótaröðinni í golfi um síðustu helgi. Náði þar hún sínum besta árangri til þessa á mótaröðinni.

Mótið fór fram í Frakklandi en vegna gríðarlegrar rigningar á leikstað var ekki hægt að leika þrjá hringi eins og vanalegt er. Guðrún Brá lék hins vegar fyrstu tvo hringi mótsins frábærlega en hún lék á 71 og 70 höggum sem þýddi að hún lauk leik á þremur höggum undir pari.

Tvö mót eru eftir í mótaröðinni en í lok leiktíðar komast 30 efstu áfram á annað stig úrtökumóta sem fram fer í haust. Með spilamennsku sinni um liðna helgi stökk Guðrún Brá upp í 28. sæti og er því í góðum málum fyrir síðustu tvö mótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×