Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2024 10:21 Bjarni Benediksson forsætisráðherra er fyrsti gesturinn í Samtalinu með Heimi Má. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira