Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 09:31 Gazzaniga var óhuggandi eftir leik. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira