Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. september 2024 07:02 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie segir hópþrýsting oft auka á vanlíðan þess sem er atvinnulaus. Þar sem allir eru að spyrja eða pískra um hvað sé að frétta. Jón var framkvæmdastjóri í tíu ár í stóru fyrirtæki en var síðan sagt upp. Jón segir sjálfspróf geta hjálpað þegar fólk missir vinnuna. Vísir/Vilhelm „Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið. Jón var samt heppinn. Fékk laun og hlunnindi í marga mánuði eftir uppsögn. „En ég naut tímans ekkert. Ég var ekkert að njóta,“ segir Jón. Tiltekið starf var framkvæmdastjórastarf hjá Odda á sínum tíma. Og á þeim tíma, störfuðu þar nokkur hundruð manns. Jón upplifði á þeim tíma það sama og margir upplifa þegar velgengnin í starfsframanum stendur sem hæst: Að vera eftirsóttur. Ég vann þarna í tíu ár og á þeim tíma, fékk ég reglulega tilboð um önnur störf en sagði alltaf NEI. Svo þegar ég hætti var ég steinhissa að fyrirtækin biðu ekki eftir mér í röðum! Ég gleymdi því að ég hafði ekki gefið færi á mér í tíu ár en vildi sjálfur að allt gengi upp á nokkrum vikum þegar mér hentaði.“ Í Atvinnulífinu í dag ræðum við um hvernig hægt er að snúa vörn í sókn, þegar fólk missir vinnuna sína. Hópþrýstingurinn hefur áhrif Jón segir fólk oft festast í ákveðnu hugarfari þegar það er atvinnulaust. „Fólk fer jafnvel að panikka eftir einn mánuð, tvo, þrjá eða fimm mánuði vegna þess að það fær ekki starf við hæfi eða starf sem því langar til. Oft er það jafnvel hjá fólki sem er um og yfir fimmtugt að það er að bíða í eitt ár eða lengur, vegna þess að aldrei kemur framkvæmdastjórastarfið,“ segir Jón og bætir við: „En bíddu: Hver segir að þú þurfir að vera framkvæmdastjóri? Það sem þú gerðir er ekkert endilega það sem þú átt að gera áfram. Og kannski þarftu líka að byrja aftur upp á nýtt, að sanna þig,“ segir Jón og nefnir að sjálfur hafi hann endað með að ráða sig sem sölumann á prósentum. Í því starfi vann hann í þrjá mánuði en keypti síðan fyrirtækið og rekur það enn. „Stundum er veruleikinn einfaldlega sá að fólk verður aðeins að slaka á egóinu sínu. Hugarfarið þarf frekar að vera: Byrjaðu einhvers staðar!“ Þegar fólk verður fyrir atvinnumissir, viðurkennir Jón að auðvitað sé oft hægara sagt en gert að snúa viðhorfinu þannig að ný atvinnuleit eða þreifingar á nýjum tækifærum skili sér. Sem frekar gerist þegar fólk horfir réttum augum á stöðuna, eins og hún er þegar atvinnumissirinn er og í kjölfarið. „Það sem væri best að gera, er að nýta tímann til að horfa inn á við, byggja sig upp og máta sig við þau tækifæri sem eru í boði. Eða að horfast í augu við að það er ekkert endilega eðlilegt né sjálfgefið að finna draumastarfið á þremur mánuðum.“ Í litlu samfélagi hefur hópþrýstingur þó mikil áhrif. Fólk er alltaf að spyrja: Er eitthvað að frétta af vinnumálunum? Eða þú veist af því að fólk er að pískra, spyrja næsta mann: Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint en veistu hvort það er eitthvað að frétta hjá honum með nýja vinnu….“ Jón sagði Nei við mörgum tilboðum þegar hann var framkvæmdastjóri Odda. En var síðan steinhissa að fyrirtækin biðu ekki í röðum með tilboð til hans þegar hann var atvinnulaus. Að byrja upp á nýtt er oft málið. Sjálfur réði hann sig sem sölumann á prósentum hjá Dale Carnegie, endaði með að kaupa fyrirtækið og rekur það enn.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Til dæmis sjálfspróf Jón segir gott að horfa til atvinnumissis sem ákveðin tímamót. Á vefsíðu Dale Carnegie eru til dæmis ókeypis sjálfspróf sem fólk getur tekið. „Sjálfspróf geta hjálpað þér að horfa á atvinnumissinn sem tímamót. Og um leið tíma sem þú nærð betur að njóta og gefa þér tíma til að móta þér nýja framtíðarsýn. Í þessari sjálfsvinnu þarftu að draga fram styrkleika þína og mannkosti og blanda því saman við langanir þínar.“ Dæmi um sjálfpróf sem allir geta tekið í gegnum vefsíðu Dale Carnegie, eru styrkleikapróf og samskiptapróf. „Þú getur tekið ókeypis sjálfspróf eins og þau sem ég nefndi. Skoðað niðurstöðurnar og reynt að læra af þeim. Hverjir eru styrkleikarnir eða hvar virðist færnin mest. Niðurstöðurnar getur þú síðan nýtt til að máta þig við störf og tækifæri sem eru í boði. En til þess að það virki, þarftu að taka heiðarlegt samtal við sjálfan þig og spyrja: Voru svörin mín ekki örugglega sannleikanum samkvæm?“ Reynsla Dale Carnegie er þó sú, að fólk getur verið mis heiðarlegt í að svara spurningum í sjálfsprófi, eftir því hvers konar próf fólk er að taka. „Okkar reynsla er sú að fólk er nokkuð heiðarlegt þegar það svarar styrkleikaprófunum. Kannski vegna þess að þeim býðst að hafa samband við okkur í kjölfarið og taka smá spjall um niðurstöðurnar,“ segir Jón en bætir við: „Annað er upp á teningnum í samskiptaprófunum. Því þar virðist okkur sem svo að fólk eigi það til að gefa sjálfum sér hærri einkunn í samskiptafærni en það síðan þorir eða getur staðið við.“ Jón segir samt að ef fólk er að gefa sér mjög háa einkunn og endar með að fá 90 - 100 stig, sem er hæsta mögulega einkunn, birtist texti með niðurstöðunum þar sem mælt er með því að viðkomandi leiti ráða hjá einhverjum sem það þekkir og einfaldlega spyrji hvort niðurstöðurnar séu í takt við raunveruleikann. Jákvæðni skiptir öllu máli en einnig hvernig viðhorfið er til þess hvernig þú hugsar. Á þessum tímamótum gefst ekki aðeins tækifæri til að spyrja: Hvað langar mig að gera eða byrja að gera? Heldur líka að spyrja: Hvað langar mig til að hætta að gera? Því margt sem hefur kannski gagnast þér síðustu 30 árin, er ekkert endilega að fara að gagnast þér í næsta kafla.“ Jón segir mikilvægt að reyna að hugsa um atvinnuleysið sem ákveðin tímamót. Á vefsíðiu Dale Carnegie eru ókeypis sjálfspróf sem geta nýst þeim sem vilja rýna í styrkleika sína og hæfni í kjölfar áfalla eins og atvinnumissis. Vísir/Vilhelm Dæmi um sjálfspróf Á vefsíðu Dale Carnegie má finna styrkleikaprófið umrædda, sem Jón segir kannski sérstaklega sniðugt fyrir fólk að taka þegar það er atvinnulaust. Jón segir sjálfspróf ekki aðeins nýtast þeim sem hafa misst vinnuna eða eru í atvinnuleit. Margir komi til dæmis til Dale vegna þess að það stendur á tímamótum vegna annarra breytinga. Til dæmis hjónaskilnaður eða önnur áföll. „Almennt má því segja að sjálfspróf nýtist vel þegar fólk er að hætta einhverju sem það hefur gert lengi og er að búa sig undir að fara að gera nýja hluti.“ Um 500 manns taka samskiptaprófið á dag og þegar þetta er ritað, hafa um tíu þúsund manns tekið prófið frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í byrjun september. En hvers vegna að taka samskiptapróf? „Líf okkar flestra litast af samskiptum frá morgni til kvöld sem hafa mikil áhrif á líðan okkar. Slæm samskipti í vinnu eða einkalífi hafa mikil áhrif á flesta og ef við horfum á stóru myndina getum við tengt efnahagsmálin við samskipti þar sem stirð samskipti ríkja getur alið af sér tolla og hindranir og svo framvegis,“ svarar Jón. Í matinu svarar fólk 20 spurningum sem tengjast: tjáningu, hlustun, samvinnu og samkennd en með því móti fáum við betri heildarsýn yfir okkar styrkleika í samskiptahæfni og þá þætti sem þarf að bæta. „Almennt má segja um niðurstöðurnar er að þátttakendur eru að meta sig hátt í samskiptahæfni. Sá flokkur spurninga sem kemur hæst út er samkennd. Þar eru spurningar eins og ,,ég fæ ánægjutilfinningu að því að hjálpa öðrum, ,,þegar fólk talar við mig reyni ég alltaf að sjá sjónarhorn þeirra,, og ,,áður en ég gagnrýni einhvern reyni ég að ímynda mér hvernig mér myndi líða ef ég væri í þeirri stöðu,“ segir Jón en bætir við: „Sá flokkur sem kemur verst út er tjáningin en þar eru spurningar eins og „mér líður almennt vel að tala fyrir framan fólk”, „almennt einkennist líkamstjáning mín af sjálfstrausti og útgeislun” og ,,ef ég þarf að taka erfitt samtal við einstakling geri ég það strax og færi gefst”. Jón segir ofangreindar niðurstöður byggja á þeim svörum sem lágu fyrir þegar tæplega tvö þúsund manns höfðu nýtt sér samskiptaprófið. Jón segir samt mikilvægt að hafa í huga að sjálfsprófin eru ekki rannsókn þar sem þýði er valið, heldur sjálfvalið af þeim sem hafa áhuga. „Það kom okkur reyndar á óvart að um 50% svarenda segist sammála fullyrðingunni um að það sé almennt faglegt fólk og gott í samskiptum. Fyrirfram töldum við að þessi fullyrðing fengi lægri einkunn. Það sem þetta þýðir þá er að almennt telur fólk samskiptahæfni sína vera mikla og góða.“ Að taka sjálfspróf er eitt. En stóra málið er síðan að nýta sér það sem hægt er að lesa úr niðurstöðunum. „Ef við horfum til viðskiptalífsins blasa við atriði eins og; tengslamyndun, leiðtogahæfni, samningatækni og hæfileikinn til að afla samvinnu. Þau sem vilja bæta samskiptahæfni sína þurfa að vita hvar þau standa og sjálfsmatið gefur góða yfirsýn á atriði sem viðkomandi skorar hátt eða lágt í.“ Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ „Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld. 12. september 2024 07:03 Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ „Ég heyri stundum þarna úti: Nei ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn,“ segir Anton Egilsson forstjóri Syndis. 28. ágúst 2024 07:01 Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00 Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Jón var samt heppinn. Fékk laun og hlunnindi í marga mánuði eftir uppsögn. „En ég naut tímans ekkert. Ég var ekkert að njóta,“ segir Jón. Tiltekið starf var framkvæmdastjórastarf hjá Odda á sínum tíma. Og á þeim tíma, störfuðu þar nokkur hundruð manns. Jón upplifði á þeim tíma það sama og margir upplifa þegar velgengnin í starfsframanum stendur sem hæst: Að vera eftirsóttur. Ég vann þarna í tíu ár og á þeim tíma, fékk ég reglulega tilboð um önnur störf en sagði alltaf NEI. Svo þegar ég hætti var ég steinhissa að fyrirtækin biðu ekki eftir mér í röðum! Ég gleymdi því að ég hafði ekki gefið færi á mér í tíu ár en vildi sjálfur að allt gengi upp á nokkrum vikum þegar mér hentaði.“ Í Atvinnulífinu í dag ræðum við um hvernig hægt er að snúa vörn í sókn, þegar fólk missir vinnuna sína. Hópþrýstingurinn hefur áhrif Jón segir fólk oft festast í ákveðnu hugarfari þegar það er atvinnulaust. „Fólk fer jafnvel að panikka eftir einn mánuð, tvo, þrjá eða fimm mánuði vegna þess að það fær ekki starf við hæfi eða starf sem því langar til. Oft er það jafnvel hjá fólki sem er um og yfir fimmtugt að það er að bíða í eitt ár eða lengur, vegna þess að aldrei kemur framkvæmdastjórastarfið,“ segir Jón og bætir við: „En bíddu: Hver segir að þú þurfir að vera framkvæmdastjóri? Það sem þú gerðir er ekkert endilega það sem þú átt að gera áfram. Og kannski þarftu líka að byrja aftur upp á nýtt, að sanna þig,“ segir Jón og nefnir að sjálfur hafi hann endað með að ráða sig sem sölumann á prósentum. Í því starfi vann hann í þrjá mánuði en keypti síðan fyrirtækið og rekur það enn. „Stundum er veruleikinn einfaldlega sá að fólk verður aðeins að slaka á egóinu sínu. Hugarfarið þarf frekar að vera: Byrjaðu einhvers staðar!“ Þegar fólk verður fyrir atvinnumissir, viðurkennir Jón að auðvitað sé oft hægara sagt en gert að snúa viðhorfinu þannig að ný atvinnuleit eða þreifingar á nýjum tækifærum skili sér. Sem frekar gerist þegar fólk horfir réttum augum á stöðuna, eins og hún er þegar atvinnumissirinn er og í kjölfarið. „Það sem væri best að gera, er að nýta tímann til að horfa inn á við, byggja sig upp og máta sig við þau tækifæri sem eru í boði. Eða að horfast í augu við að það er ekkert endilega eðlilegt né sjálfgefið að finna draumastarfið á þremur mánuðum.“ Í litlu samfélagi hefur hópþrýstingur þó mikil áhrif. Fólk er alltaf að spyrja: Er eitthvað að frétta af vinnumálunum? Eða þú veist af því að fólk er að pískra, spyrja næsta mann: Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint en veistu hvort það er eitthvað að frétta hjá honum með nýja vinnu….“ Jón sagði Nei við mörgum tilboðum þegar hann var framkvæmdastjóri Odda. En var síðan steinhissa að fyrirtækin biðu ekki í röðum með tilboð til hans þegar hann var atvinnulaus. Að byrja upp á nýtt er oft málið. Sjálfur réði hann sig sem sölumann á prósentum hjá Dale Carnegie, endaði með að kaupa fyrirtækið og rekur það enn.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Til dæmis sjálfspróf Jón segir gott að horfa til atvinnumissis sem ákveðin tímamót. Á vefsíðu Dale Carnegie eru til dæmis ókeypis sjálfspróf sem fólk getur tekið. „Sjálfspróf geta hjálpað þér að horfa á atvinnumissinn sem tímamót. Og um leið tíma sem þú nærð betur að njóta og gefa þér tíma til að móta þér nýja framtíðarsýn. Í þessari sjálfsvinnu þarftu að draga fram styrkleika þína og mannkosti og blanda því saman við langanir þínar.“ Dæmi um sjálfpróf sem allir geta tekið í gegnum vefsíðu Dale Carnegie, eru styrkleikapróf og samskiptapróf. „Þú getur tekið ókeypis sjálfspróf eins og þau sem ég nefndi. Skoðað niðurstöðurnar og reynt að læra af þeim. Hverjir eru styrkleikarnir eða hvar virðist færnin mest. Niðurstöðurnar getur þú síðan nýtt til að máta þig við störf og tækifæri sem eru í boði. En til þess að það virki, þarftu að taka heiðarlegt samtal við sjálfan þig og spyrja: Voru svörin mín ekki örugglega sannleikanum samkvæm?“ Reynsla Dale Carnegie er þó sú, að fólk getur verið mis heiðarlegt í að svara spurningum í sjálfsprófi, eftir því hvers konar próf fólk er að taka. „Okkar reynsla er sú að fólk er nokkuð heiðarlegt þegar það svarar styrkleikaprófunum. Kannski vegna þess að þeim býðst að hafa samband við okkur í kjölfarið og taka smá spjall um niðurstöðurnar,“ segir Jón en bætir við: „Annað er upp á teningnum í samskiptaprófunum. Því þar virðist okkur sem svo að fólk eigi það til að gefa sjálfum sér hærri einkunn í samskiptafærni en það síðan þorir eða getur staðið við.“ Jón segir samt að ef fólk er að gefa sér mjög háa einkunn og endar með að fá 90 - 100 stig, sem er hæsta mögulega einkunn, birtist texti með niðurstöðunum þar sem mælt er með því að viðkomandi leiti ráða hjá einhverjum sem það þekkir og einfaldlega spyrji hvort niðurstöðurnar séu í takt við raunveruleikann. Jákvæðni skiptir öllu máli en einnig hvernig viðhorfið er til þess hvernig þú hugsar. Á þessum tímamótum gefst ekki aðeins tækifæri til að spyrja: Hvað langar mig að gera eða byrja að gera? Heldur líka að spyrja: Hvað langar mig til að hætta að gera? Því margt sem hefur kannski gagnast þér síðustu 30 árin, er ekkert endilega að fara að gagnast þér í næsta kafla.“ Jón segir mikilvægt að reyna að hugsa um atvinnuleysið sem ákveðin tímamót. Á vefsíðiu Dale Carnegie eru ókeypis sjálfspróf sem geta nýst þeim sem vilja rýna í styrkleika sína og hæfni í kjölfar áfalla eins og atvinnumissis. Vísir/Vilhelm Dæmi um sjálfspróf Á vefsíðu Dale Carnegie má finna styrkleikaprófið umrædda, sem Jón segir kannski sérstaklega sniðugt fyrir fólk að taka þegar það er atvinnulaust. Jón segir sjálfspróf ekki aðeins nýtast þeim sem hafa misst vinnuna eða eru í atvinnuleit. Margir komi til dæmis til Dale vegna þess að það stendur á tímamótum vegna annarra breytinga. Til dæmis hjónaskilnaður eða önnur áföll. „Almennt má því segja að sjálfspróf nýtist vel þegar fólk er að hætta einhverju sem það hefur gert lengi og er að búa sig undir að fara að gera nýja hluti.“ Um 500 manns taka samskiptaprófið á dag og þegar þetta er ritað, hafa um tíu þúsund manns tekið prófið frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í byrjun september. En hvers vegna að taka samskiptapróf? „Líf okkar flestra litast af samskiptum frá morgni til kvöld sem hafa mikil áhrif á líðan okkar. Slæm samskipti í vinnu eða einkalífi hafa mikil áhrif á flesta og ef við horfum á stóru myndina getum við tengt efnahagsmálin við samskipti þar sem stirð samskipti ríkja getur alið af sér tolla og hindranir og svo framvegis,“ svarar Jón. Í matinu svarar fólk 20 spurningum sem tengjast: tjáningu, hlustun, samvinnu og samkennd en með því móti fáum við betri heildarsýn yfir okkar styrkleika í samskiptahæfni og þá þætti sem þarf að bæta. „Almennt má segja um niðurstöðurnar er að þátttakendur eru að meta sig hátt í samskiptahæfni. Sá flokkur spurninga sem kemur hæst út er samkennd. Þar eru spurningar eins og ,,ég fæ ánægjutilfinningu að því að hjálpa öðrum, ,,þegar fólk talar við mig reyni ég alltaf að sjá sjónarhorn þeirra,, og ,,áður en ég gagnrýni einhvern reyni ég að ímynda mér hvernig mér myndi líða ef ég væri í þeirri stöðu,“ segir Jón en bætir við: „Sá flokkur sem kemur verst út er tjáningin en þar eru spurningar eins og „mér líður almennt vel að tala fyrir framan fólk”, „almennt einkennist líkamstjáning mín af sjálfstrausti og útgeislun” og ,,ef ég þarf að taka erfitt samtal við einstakling geri ég það strax og færi gefst”. Jón segir ofangreindar niðurstöður byggja á þeim svörum sem lágu fyrir þegar tæplega tvö þúsund manns höfðu nýtt sér samskiptaprófið. Jón segir samt mikilvægt að hafa í huga að sjálfsprófin eru ekki rannsókn þar sem þýði er valið, heldur sjálfvalið af þeim sem hafa áhuga. „Það kom okkur reyndar á óvart að um 50% svarenda segist sammála fullyrðingunni um að það sé almennt faglegt fólk og gott í samskiptum. Fyrirfram töldum við að þessi fullyrðing fengi lægri einkunn. Það sem þetta þýðir þá er að almennt telur fólk samskiptahæfni sína vera mikla og góða.“ Að taka sjálfspróf er eitt. En stóra málið er síðan að nýta sér það sem hægt er að lesa úr niðurstöðunum. „Ef við horfum til viðskiptalífsins blasa við atriði eins og; tengslamyndun, leiðtogahæfni, samningatækni og hæfileikinn til að afla samvinnu. Þau sem vilja bæta samskiptahæfni sína þurfa að vita hvar þau standa og sjálfsmatið gefur góða yfirsýn á atriði sem viðkomandi skorar hátt eða lágt í.“
Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ „Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld. 12. september 2024 07:03 Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ „Ég heyri stundum þarna úti: Nei ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn,“ segir Anton Egilsson forstjóri Syndis. 28. ágúst 2024 07:01 Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00 Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ „Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld. 12. september 2024 07:03
Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01
Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ „Ég heyri stundum þarna úti: Nei ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn,“ segir Anton Egilsson forstjóri Syndis. 28. ágúst 2024 07:01
Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00
Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00