Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool 17. september 2024 21:00 Ibrahima Konaté kom boltanum í netið og jafnaði leikinn fyrir Liverpool. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images AC Milan tók á móti Liverpool og komst snemma yfir en mátti þola 1-3 tap í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Virgil Van Dijk komust báðir á blað, Dominik Szoboszlai gulltryggði svo sigurinn. AC Milan tók forystuna eftir rétt tæpar þrjár mínútur þegar vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas seldi sig ódýrt og riðlaði allri varnarlínu Liverpool. Heimamenn nýttu það vel, komu boltanum yfir á Christian Pulisic sem skaut sjálfur í nærhornið frekar en að senda boltann. Það reyndist rétt ákvörðun. Liverpool brást hins vegar vel við eftir að hafa lent undir, lagði af stað í leit að jöfnunarmarki og Mohamed Salah átti skot í slánna rétt rúmum tíu mínútum síðar. Á 23. mínútu tókst svo Ibrahima Konaté að stanga boltann í netið eftir fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold úr aukaspyrnu. Liverpool hélt áfram að herja á heimamenn en óheppnin hélt áfram að hrella Mohamed Salah, sem skaut aftur í slánna skömmu síðar. Salah átti ekki í góðu sambandi við slánna.Photo Agency/Getty Images Þar sem sóknarmenn liðsins áttu erfitt með að koma boltanum í netið þurftu varnarmennirnir að taka sig til. Liverpool tók 2-1 forystu rétt fyrir hálfleik, í þetta sinn var það vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas sem lagði upp skallamark á Virgil van Dijk úr hornspyrnu. Van Dijk tróndi hæst í teignum.Alessandro Sabattini/Getty Images Á 67. mínútu tókst sóknarmönnum Liverpool loksins að tengja vel saman. Boltinn barst út á vinstri kantinn þar sem Cody Gakpo brunaði af stað, hann kom boltanum svo fyrir markið á Dominik Szoboszlai sem kláraði færið í stöngina og inn. Szoboszlai setti hann eftir stoðsendingu Gakpo.Image Photo Agency/Getty Images Heimamenn áttu eftir að fá nokkur ágætis færi til að jafna leikinn en varð ekki erindi sem erfiði. Liverpool fór með 1-3 sigur og stigin þrjú. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
AC Milan tók á móti Liverpool og komst snemma yfir en mátti þola 1-3 tap í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Virgil Van Dijk komust báðir á blað, Dominik Szoboszlai gulltryggði svo sigurinn. AC Milan tók forystuna eftir rétt tæpar þrjár mínútur þegar vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas seldi sig ódýrt og riðlaði allri varnarlínu Liverpool. Heimamenn nýttu það vel, komu boltanum yfir á Christian Pulisic sem skaut sjálfur í nærhornið frekar en að senda boltann. Það reyndist rétt ákvörðun. Liverpool brást hins vegar vel við eftir að hafa lent undir, lagði af stað í leit að jöfnunarmarki og Mohamed Salah átti skot í slánna rétt rúmum tíu mínútum síðar. Á 23. mínútu tókst svo Ibrahima Konaté að stanga boltann í netið eftir fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold úr aukaspyrnu. Liverpool hélt áfram að herja á heimamenn en óheppnin hélt áfram að hrella Mohamed Salah, sem skaut aftur í slánna skömmu síðar. Salah átti ekki í góðu sambandi við slánna.Photo Agency/Getty Images Þar sem sóknarmenn liðsins áttu erfitt með að koma boltanum í netið þurftu varnarmennirnir að taka sig til. Liverpool tók 2-1 forystu rétt fyrir hálfleik, í þetta sinn var það vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas sem lagði upp skallamark á Virgil van Dijk úr hornspyrnu. Van Dijk tróndi hæst í teignum.Alessandro Sabattini/Getty Images Á 67. mínútu tókst sóknarmönnum Liverpool loksins að tengja vel saman. Boltinn barst út á vinstri kantinn þar sem Cody Gakpo brunaði af stað, hann kom boltanum svo fyrir markið á Dominik Szoboszlai sem kláraði færið í stöngina og inn. Szoboszlai setti hann eftir stoðsendingu Gakpo.Image Photo Agency/Getty Images Heimamenn áttu eftir að fá nokkur ágætis færi til að jafna leikinn en varð ekki erindi sem erfiði. Liverpool fór með 1-3 sigur og stigin þrjú. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“