Tvö mörk tekin af í þægilegum þriggja marka sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2024 18:44 Youri Tielemans kom marki að fyrir Aston Villa. EPA-EFE/PETER SCHNEIDER Aston Villa fór létt með Young Boys í fyrsta leik Meistaradeildarinnar. 0-3 útisigur vannst þrátt fyrir að tvö mörk væru dæmd af Villa-mönnum. Löglegu mörkin má sjá hér fyrir neðan. Young Boys voru í brasi alveg frá upphafi en tókst að halda út í 27 mínútur áður en þeir fengu á sig mark. Youri Tielemans klippti boltann þá í annarri snertingu, snyrtilega í netið, eftir fyrirgjöf á fjærstöngina frá John McGinn. Jacob Ramsay tvöfaldaði svo forystuna rétt rúmum tíu mínútum síðar eftir afskaplega klaufalegan varnarleik heimamanna, sem fengu mörg tækifæri til að hreinsa boltann burt en komum honum ekki út úr teignum. Ollie Watkins kom boltanum í netið í þriðja sinn rétt fyrir hálfleik, en handlék boltann óvart áður en hann skaut og markið réttilega dæmt af. Hann vék svo af velli í seinni hálfleik fyrir ofurvaramanninn John Durán, sem skoraði á 78. mínútu en eftir myndbandsskoðun kom í ljós að boltann hafði farið í hönd Andre Onana og aftur var mark dæmt af Aston Villa. Onana bætti hins vegar upp fyrir það með þrumuskoti af löngu færi sem fleytti ofan á grasinu og söng í netinu. Fleiri mörk voru ekki skoruð – lögleg eða ólögleg – og lokaniðurstaðan því 0-3 sigur Aston Villa. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir ofan. Fjórir leikir eru framundan í Meistaradeildinni klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Upphitun er hafin, innslag í hálfleik og uppgjör eftir leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Aston Villa fór létt með Young Boys í fyrsta leik Meistaradeildarinnar. 0-3 útisigur vannst þrátt fyrir að tvö mörk væru dæmd af Villa-mönnum. Löglegu mörkin má sjá hér fyrir neðan. Young Boys voru í brasi alveg frá upphafi en tókst að halda út í 27 mínútur áður en þeir fengu á sig mark. Youri Tielemans klippti boltann þá í annarri snertingu, snyrtilega í netið, eftir fyrirgjöf á fjærstöngina frá John McGinn. Jacob Ramsay tvöfaldaði svo forystuna rétt rúmum tíu mínútum síðar eftir afskaplega klaufalegan varnarleik heimamanna, sem fengu mörg tækifæri til að hreinsa boltann burt en komum honum ekki út úr teignum. Ollie Watkins kom boltanum í netið í þriðja sinn rétt fyrir hálfleik, en handlék boltann óvart áður en hann skaut og markið réttilega dæmt af. Hann vék svo af velli í seinni hálfleik fyrir ofurvaramanninn John Durán, sem skoraði á 78. mínútu en eftir myndbandsskoðun kom í ljós að boltann hafði farið í hönd Andre Onana og aftur var mark dæmt af Aston Villa. Onana bætti hins vegar upp fyrir það með þrumuskoti af löngu færi sem fleytti ofan á grasinu og söng í netinu. Fleiri mörk voru ekki skoruð – lögleg eða ólögleg – og lokaniðurstaðan því 0-3 sigur Aston Villa. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir ofan. Fjórir leikir eru framundan í Meistaradeildinni klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Upphitun er hafin, innslag í hálfleik og uppgjör eftir leik.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti