Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum heimildarmönnum. Eins og áður hefur verið greint frá á parið nú að standa í miðjum skilnaði en þau höfðu fyrir þetta ekki sést saman opinberlega síðan í mars.
Skipulagði sérstaklega myndatöku
Samkvæmt heimildum slúðurmiðilsins fékk Affleck þá flugu í höfuðið að hitta Lopez og fá slúðurmiðla til að birta myndir af þeim saman til þess að sýna fram á að þau séu enn þrátt fyrir allt saman góðir vinir. Hann hafi ekki reiknað með því að finnast Lopez svo aðlaðandi í persónu líkt og raun ber vitni.
„Þegar þau hittust loksins gat hann ekki haldið sig frá henni,“ segir ónefndi heimildarmaðurinn. „Það var einfaldlega allt of mikil kynferðisleg spenna á milli þeirra. Þetta var ekki skipulagt og þau laðast enn að hvort öðru,“ segir heimildarmaðurinn.
„Það var hans hugmynd að hittast þarna. Hann vildi sýna fram á að þau væru enn vinir þrátt fyrir að vera fyrrverandi. Hann vildi fá þessar myndir. Fara þangað sem þau yrðu pottþétt spottuð. Segja ljósmyndurum að hanga þarna.“
Fram kemur í frétt slúðurmiðilsins að þau Affleck og Lopez rói þó enn öllum árum að því að skilja. Heitir endurfundir þeirra muni ekki breyta þeirri afstöðu.