Skutlaði syni sínum til dagmömmu en hefur ekki sést síðan Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 15:32 Odile Ahouanwanou keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021. Getty/Tim Clayton Franska lögreglan hefur auglýst eftir frjálsíþróttakonunni Odile Ahouanwanou en hennar hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira