Skutlaði syni sínum til dagmömmu en hefur ekki sést síðan Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 15:32 Odile Ahouanwanou keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021. Getty/Tim Clayton Franska lögreglan hefur auglýst eftir frjálsíþróttakonunni Odile Ahouanwanou en hennar hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira