Skutlaði syni sínum til dagmömmu en hefur ekki sést síðan Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 15:32 Odile Ahouanwanou keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021. Getty/Tim Clayton Franska lögreglan hefur auglýst eftir frjálsíþróttakonunni Odile Ahouanwanou en hennar hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira