Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2024 10:25 Kourtney Kardashian og Travis Barker leyfa börnunum að sofa uppí hjá sér. Gilbert Flores/Variety/Getty Images Kourtney Kardashian segist leyfa börnum sínum að sofa uppi í rúmi hjá sér eins lengi og þau vilja. Sonur hennar hafi gert það þar til hann var sjö ára gamall og dóttir hennar þar til hún var ellefu ára. Kourtney opnaði sig um málið í hlaðvarpsþættinum Skinny Confidential. Hún segist í raun ekki hafa tekið ákvörðun um þetta, heldur hafi þetta hreinlega bara gerst og segir athafnakonan að náttúran ráði þar för. „Ég tel að hver og ein manneskja og hvert og eitt barn séu ólík. Elsti sonur minn svaf uppí hjá mér þar til hann var sjö ára,“ segir athafnakonan. Hún segist hafa byrjað á að setja hann í hans eigið rúm en síðan hafi hann alltaf rölt inn til hennar og upp í rúm. „Síðan þegar hann var sjö ára þá hætti hann þessu bara. Það var eins og hann hefði sagt: „Ég er kominn með nóg af þér. Ég sef í mínu eigin rúmi.“ Kourtney er fjögurra barna móðir og segir hið sama hafa gilt um hin börnin hennar. Ein af dætrum hennar, Penelope Disick, hafi sofið upp í rúmi hjá henni þar til hún var ellefu ára. Talið barst að svefnvenjum Kourtney í hlaðvarpinu eftir að hún ræddi eigið svefnleysi vegna svefnvenja sonar hennar Rocky sem fæddist í nóvember á síðasta ári. Kris setti sig upp á móti ráðahagnum Þá lýsir Kourtney því að mamma hennar Kris Jenner hafi fett fingur út í það hvernig börn hennar svæfu. Kourtney segir hafa látið gagnrýnina sem vind um eyru þjóta, þetta séu hennar börn. „Sem móður þá finnst mér best að gera það sem mér finnst náttúrulegast og það sem mér finnst eðlið segja mér að gera. Og fyrir mér snýst þetta um það,“ segir Kourtney. Athafnakonan segist reyna að fara í háttinn um ellefu leytið og vakna klukkan sjö. Hún segist drekka heitt vatn með sítrónu fyrir svefninn. Hollywood Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Kourtney opnaði sig um málið í hlaðvarpsþættinum Skinny Confidential. Hún segist í raun ekki hafa tekið ákvörðun um þetta, heldur hafi þetta hreinlega bara gerst og segir athafnakonan að náttúran ráði þar för. „Ég tel að hver og ein manneskja og hvert og eitt barn séu ólík. Elsti sonur minn svaf uppí hjá mér þar til hann var sjö ára,“ segir athafnakonan. Hún segist hafa byrjað á að setja hann í hans eigið rúm en síðan hafi hann alltaf rölt inn til hennar og upp í rúm. „Síðan þegar hann var sjö ára þá hætti hann þessu bara. Það var eins og hann hefði sagt: „Ég er kominn með nóg af þér. Ég sef í mínu eigin rúmi.“ Kourtney er fjögurra barna móðir og segir hið sama hafa gilt um hin börnin hennar. Ein af dætrum hennar, Penelope Disick, hafi sofið upp í rúmi hjá henni þar til hún var ellefu ára. Talið barst að svefnvenjum Kourtney í hlaðvarpinu eftir að hún ræddi eigið svefnleysi vegna svefnvenja sonar hennar Rocky sem fæddist í nóvember á síðasta ári. Kris setti sig upp á móti ráðahagnum Þá lýsir Kourtney því að mamma hennar Kris Jenner hafi fett fingur út í það hvernig börn hennar svæfu. Kourtney segir hafa látið gagnrýnina sem vind um eyru þjóta, þetta séu hennar börn. „Sem móður þá finnst mér best að gera það sem mér finnst náttúrulegast og það sem mér finnst eðlið segja mér að gera. Og fyrir mér snýst þetta um það,“ segir Kourtney. Athafnakonan segist reyna að fara í háttinn um ellefu leytið og vakna klukkan sjö. Hún segist drekka heitt vatn með sítrónu fyrir svefninn.
Hollywood Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira