Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 10:13 Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin í Hong Kong þrátt fyrir loforð um að íbúar þar héldu borgararéttindum sínum, þar á meðal tjáningarfrelsi. Vísir/Getty Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda. Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu. Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu.
Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira